Einn vin­sælasti sjón­varps­maður Banda­ríkjanna er sakaður um kyn­ferðis­lega á­reitni af fyrr­verandi sam­starfs­konu í leiðara­grein í New York Times í dag.

Chris Cu­omo heldur út þáttunum „Cu­omo Prime Time“ á sjón­varps­stöðinni CNN og er bróðir Andrew Cu­omo, sem sagði af sér em­bætti ríkis­stjóra New York fyrir skömmu vegna á­sakana um kyn­ferðis­lega á­reitni. Chris veitti bróður sínum ráð­gjöf í við­brögðum við á­sökunum á hendur sér.

Sjón­varps­maðurinn á að baki langan feril í fjöl­miðlum. Í grein sinni í NYT greinir Shell­ey Ross, sem á einnig að baki ára­tuga langa reynslu í fjölmiðlum, frá því að Chris hafi á­reitt sig er hún var aðal­fram­leiðandi hjá ABC-sjón­varps­stöðinni árið 2005.

Hún segist stíga fram til að gefa honum tæki­­færi á að axla á­byrgð á gjörðum sínum, bæði á­reitninni og störfum sínum fyrir bróður sinn. Hún vill gefa honum tækifæri á nýta frægð sína til að vekja at­hygli á þeirri böl sem á­reitni og kyn­­ferðis­brot eru. Til­­­gangurinn með greininni sé ekki að Chris segi af starfi sínu. Hún vilji gefa honum og at­vinnu­veitanda hans tæki­­færi til að sýna á­byrgð á tímum Me Too.

Andrew Cu­omo var ríkis­stjóri New York-ríkis í ára­tug.
Fréttablaðið/EPA

Í grein sinni segir Ross frá tveimur upp­á­komum sem hún segir varpa ljósi á hvernig Chris hagar sér.

Fyrri uppákoman varð 1. mars. Það var einungis tveimur dögum áður en Andrew tjáði sig fyrst um á­sakanirnar á hendur sér. Þá baðst hann af­sökunar en neitaði því að hafa snert nokkra konu ó­sæmi­lega.

Þann 1. mars út­skýrði Chris að bróðir sinn, sem var tíður gestur í þáttunum, kæmi þangað ekki aftur vegna á­sakananna. „Mér hefur á­vallt verið afar um­hugað um þetta mál­efni, á djúp­stæðan hátt. Ég vildi bara segja ykkur það,“ sagði hann í þættinum 1. mars. Ross segir að þetta hafi hann tjáð í mikilli ein­lægni.

Seinni upp­á­koman varð fyrstu helgina í september. Þá, rétt eftir að Andrew sagði af sér og margir ráð­gjafar hans voru komnir sjálfir í klandur fyrir að að­stoða hann, birtust myndir af Chris í bol sem á stóð „Truth“ eða „Sann­leikur.“ Ross segist hafa upp­lifað þetta sem ögrun á tímum per­sónu­legrar á­byrgðar.

Chris Cu­omo í bolnum sem fór fyrir brjóstið á Shell­ey Ross.
Mynd/Pinterest

„Þegar ég hugsa um það... skammast ég mín,“ var yfir­skrift tölvu­pósts sem Chris sendi Ross árið 2005. Pósturinn var sendur klukku­stund eftir að Chris á­reitt hana í vinnu­teiti ABC-sjón­varps­stöðvarinnar er þau störfuðu þar. Ross hafði einungis skömmu áður látið af starfi sem aðal­fram­leiðandi þáttanna Primetime Live. Chris var einn þáttastjórnenda.

Tölvu­pósturinn sem Chris Cu­omo sendi til Shell­ey Ross eftir að hann mun hafa á­reitt hana.
Mynd/Shelley Ross

Ross var í vinnuteitini með eigin­manni sínum. Hún segir að er Chris hafi komið á barinn þar sem það fór fram hafi hann faðmað hana afar þétt og gripið í rass hennar.

„Ég get gert þetta núna fyrst þú ert ekki lengur yfir­­­maður minn,“ sagði Chris er hann mun hafa á­reitt Ross. „Nei, það getur þú ekki,“ svaraði hún og ýtti honum frá sér. Maður Ross stóð fyrir aftan þau og varð vitni að at­vikinu. Hjónin fóru fljót­­lega úr teitinu.

Ross segir að Chris hafi mátt skammast sín líkt og hann sagði í póstinum til hennar. Fyrir henni vaki enn sama spurning og þá, hvort hann hafi raun­veru­­lega skammast sín eða einungis gert það vegna þess að eigin­­maður hennar varð vitni að at­vikinu. Chris bað í áður­­nefndum tölvu­­pósti til Ross fyrst eigin­mann hennar af­­sökunar og síðan hana, á því að hafa „sett þig í þessa stöðu.“ Ross segir að þessi af­­sökunar­beiðni hljómi fyrir henni eins og yfir­­klór, til að Chris geti forðast að axla á­byrgð á gjörðum sínum.