Flug­vél flug­fé­lags­ins Ry­an­a­ir var á sunn­u­dag lent í Minsk í Hvít­a-Rúss­land­i og þekkt­um and­stæð­ing stjórn­ar lands­ins var færð­ur frá borð­i og hneppt­ur í varð­hald. For­stjór­i Ry­an­a­ir sak­ar stjórn­völd í Hvít­a-Rúss­land­i um „rík­is­styrkt hryðj­u­verk“ og full­yrð­ir að um borð í vél­inn­i hafi ver­ið út­send­ar­ar leyn­i­þjón­ust­u lands­ins KGB. Þess­u hafn­a stjórn­völd.

Flug­vél­in var að koma til lend­ing­ar í Viln­i­us, höf­uð­borg Lith­á­en, á leið frá Grikk­land­i þeg­ar henn­i var snú­ið við og lent í Minsk. Sam­kvæmt rann­sókn lög­regl­u í Lith­á­en var flug­vél­in ekki neydd til þess að lend­a af her­þot­u held­ur var það al­far­ið á­kvörð­un flug­stjór­ans eft­ir að flug­mál­a­yf­ir­völd í Hvít­a-Rúss­land­i til­kynnt­u hon­um að sprengj­u­hót­un hefð­i bor­ist.

„Þess­i á­kvörð­un var tek­in af flug­stjór­an­um eft­ir að hann ráð­færð­i sig við yf­ir­stjórn Ry­an­a­ir,“ seg­ir Rol­and­as Kisk­is, yf­ir­mað­ur rann­sókn­ar­lög­regl­u Lith­á­en.

Segj­a Ham­as hafa sent inn sprengj­u­hót­un

Yfir­völd í Hvít­a-Rúss­land­i full­yrð­a að Ham­as-sam­tök­in hafi sent tölv­u­póst til flug­vall­ar­ins í Minsk þar sem sagð­i að sprengj­a væri um borð í vél­inn­i sem yrði sprengd ef Ísra­el­ar létu ekki af hern­að­ar­að­gerð­um gegn Gasa. Angel­a Merk­el Þýsk­a­lands­kansl­ar­i seg­ir þess­ar full­yrð­ing­ar „al­gjör­leg­a inn­i­stæð­u­laus­ar.“

Engin sprengj­a var um borð og hef­ur því ver­ið hald­ið fram að sprengj­u­hót­un­in hafi ein­ung­is ver­ið blekk­ing til að fá vél­in­a til að lend­a í Minsk, svo hægt væri að hand­a­tak­a Rom­an Prot­a­sev­ich, blað­a­mann sem tek­ið hef­ur þátt í mót­mæl­um gegn stjórn ein­ræð­is­herr­ans Alex­and­er Luk­as­hen­ko í Hvít­a-Rúss­land­i. Hann hef­ur ver­ið í sjálf­skip­aðr­i út­legð síð­an 2019 en rek­ið vin­sæl­ar rás­ir á sam­fé­lags­miðl­um þar sem mót­mæl­i gegn stjórn­inn­i eru skip­u­lögð.

Sprengj­u­leit­ar­hund­ur kann­ar far­ang­ur í vél­inn­i í Minsk.
Fréttablaðið/EPA

„Hann varð afar ótt­a­sleg­inn því við vor­um að fara að lend­a í Minsk,“ sagð­i Mar­i­us Rutk­ausk­as, sem sat einn­i röð fyr­ir fram­an Prot­a­sev­ich, við fjöl­miðl­a í Lith­á­en. Mynd­skeið var birt á spjall­for­rit­in­u Tel­egr­am af Prot­a­sev­ich seint í gær­kvöld­i þar sem hann sit­ur við borð og seg­ir að vel sé far­ið með hann í varð­hald­i, þrátt fyr­ir að mar­blett­ir á and­lit­i hans bend­i til ann­ars. Hann á yfir höfð­i sér 15 ára fang­els­i.

Hinn 26 ára gaml­i Prot­­a­­sev­­ich í mynd­skeið­in­u.
Fréttablaðið/AFP

Óttast af­leið­ing­ar fyr­ir far­þeg­a­flug

Sú stað­reynd að stjórn­völd í Hvít­a-Rúss­land­i hafi hand­tek­ið Prot­a­sev­ich með þess­u hætt­i hef­ur vak­ið hörð við­brögð víða, eink­um í flug­heim­in­um. „Við erum á ó­þekkt­um slóð­um. Ef við miss­um traust á því að hægt sé að fljúg­a yfir ríki með ör­ugg­um hætt­i, mun það vald­a um­tals­verð­um skað­a á al­þjóð­leg­u far­þeg­a­flug­i,“ seg­ir Con­or Nol­an hjá Flight Saf­e­ty Fo­und­a­ti­on, sam­tök­um sem tala fyr­ir flug­ör­ygg­i.

Hand­tök­u Prot­­a­­sev­­ich hef­ur ver­ið mót­mælt víða um heim.
Fréttablaðið/AFP

Leið­tog­ar Evróp­u­sam­bands­ríkj­a hafa bann­að rík­is­flug­fé­lag­i Hvít­a-Rúss­lands að fljúg­a um loft­helg­i ESB og ráð­ið evr­ópsk­um flug­fé­lög­um frá því að fljúg­a um loft­helg­i lands­ins.

Evróp­u­sam­band­ið hef­ur nú þeg­ar kall­að eft­ir því að Al­þjóð­a­flug­mál­a­stofn­un­in, sem heyr­ir und­ir Sam­ein­uð­u þjóð­irn­ar, rann­sak­i mál­ið. Stofn­un­in fund­ar vegn­a máls­ins á fimmt­u­dag. Ur­sul­a von der Ley­en, for­set­i Evróp­u­ráðs­ins, seg­ir hvít-rúss­nesk yf­ir­völd hafa nýtt sér loft­helg­i sína til að fremj­a flug­rán. Það væri árás á lýð­ræð­i, tján­ing­ar­frels­i og full­veld­i Evróp­u sem svar­a þyrft­i af hörk­u.

Tals­mað­ur ut­an­rík­is­ráð­herr­a Hvít­a-Rúss­lands, Anat­ol­y Glaz, seg­ir að flug­mál­a­yf­ir­völd hafi hag­að sér „að öllu leyt­i í sam­ræm­i við við­ur­kennd­ar al­þjóð­leg­ar regl­ur.“ Hann seg­ir Evróp­u­sam­bands­lönd hafa stokk­ið til og gef­ið frá sér „á­rás­ar­gjarn­ar yf­ir­lýs­ing­ar.“

Rúss­ar eru nán­ir band­a­menn yf­ir­vald­a í Hvít­a-Rúss­land­i. Mar­i­a Zak­har­ov­a, tals­kon­a rúss­nesk­a ut­an­rík­is­ráð­u­neyt­is­ins, seg­ir at­vik­ið inn­an­rík­is­mál Hvít­a-Rúss­lands og allt hafi ver­ið gert í sam­ræm­i við lög og regl­ur um far­þeg­a­flug. „Það er hneyksl­an­legt að vest­ur­lönd kall­i þett­a at­vik í loft­helg­i Hvít­a-Rúss­land hneyksl­an­legt,“ sagð­i hún á Fac­e­bo­ok-síðu sinn­i og tald­i upp dæmi þess þeg­ar vest­ræn ríki fyr­ir­skip­uð­u flug­vél­um að breyt­a um stefn­u svo hægt væri að hand­a­tak­a far­þeg­a um borð.