Frönsk kona sakar Óskars­verð­launa­leik­stjórann Roman Polanski um að hafa nauðgað sér þegar hún var á­tján ára gömul í Sviss árið 1975. Guar­dian greinir frá málinu.

Er um að ræða nýjustu á­sakanirnar á hendur leik­stjóranum sem flúði Banda­ríkin árið 1978 eftir að hafa viður­kennt að hafa stundað kyn­mök með þrettán ára gamalli stelpu. Hinn 86 ára gamli leik­stjóri hefur allar götur síðan verið á flótta frá Banda­ríkjunum.

Konan heitir Valentine Monni­er og er fyrr­verandi fyrir­sæta. Hún segist ekki hafa þekkt Polanski neitt og að hún hafi varla þekkt hann þegar hann hafi beitt hana of­beldinu. Hún segir á­rásina hafa verið sér­stak­lega of­beldis­fulla

„Hann lú­barði mig þar til ég gafst upp og nauðgaði mér svo, og lét mig gera alls­kyns hluti,“ er haft eftir Monni­er í um­fjöllun Guar­dian. Hún segist hafa á­kveðið að segja sögu sína nú í til­efni þess að ný kvik­mynd leik­stjórans, „J'accu­se“ er að koma út. Myndin fjallar um of­sóknir gagn­vart gyðingnum Al­fred Dreyfus sem var her­maður í franska hernum.

Lög­fræðingur leik­stjórans hefur sent frá sér til­kynningu þar sem kemur fram að leik­stjórinn hafni á­sökunum Monni­er. Hún er ekki sú fyrsta sem sakar leik­stjórann um kyn­ferðis­brot en þrjár aðrar konur saka hann einnig um að hafa brotið á sér árin 1972 til 1983.