Hanna Björg Vil­hjálms­dóttir, for­kona jafn­réttis­nefndar Kennara­sam­bands Ís­lands og kennari við Borgar­holts­skóla, sakar Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands um kven­fyrir­litningu og þöggun en í pistli sem birtist á Vísi fyrr í dag vísar hún í frá­sögn ungrar konu um hóp­nauðgun þar sem ger­endur voru sagðir lands­liðs­menn.

„Lýsingin á of­beldinu er hroða­leg og glæpurinn varðar við margra ára fangelsi. Það hafði þó ekki meiri á­hrif á ger­endurna (lands­liðs­mennina) en svo að þeir gerðu grín að nauðguninni daginn eftir. For­herðingin al­gjör,“ skrifar Hanna í pistlinum, sem ber titilinn „Um KSÍ og kven­fyrir­litningu,“ en þar er einnig fjallað um spillingu og sið­leysi sem hafa fylgt í­þróttinni.

Hampað þrátt fyrir fleiri frásagnir

Um­rædd frá­sögn birtist á sam­fé­lags­miðlum á dögunum eftir að fjöldi kvenna opnaði sig um kyn­ferðis­of­beldi sem þær höfðu orðið fyrir en þar kom fram að um tvo ó­nefnda lands­liðs­menn hafi verið að ræða og að konunni hafi verið ráð­legt að kæra ekki. Í kjöl­farið litu fleiri frá­sagnir dagsins ljós undir myllu­merkinu #góðustrákarnir.

„Fleiri frá­sagnir eru um lands­liðs­menn sem eru sagðir beita konur of­beldi – bæði kyn­ferðis­legu og heimilis­of­beldi. Þetta virðist ekki hafa haft nein á­hrif á vel­gengni þessara manna. Þeim er hampað og njóta mikilla vin­sælda meðal þjóðarinnar. Þöggunin er al­ger, og KSÍ ber vita­skuld á­byrgð á henni,“ skrifar Hanna í pistlinum.

Hún segir að þrátt fyrir að KSÍ hag­fi verið leiðandi afl í ís­lensku í­þrótta­lífi, og að á heima­síðu þeirra megi finna jafn­réttis­stefnu, hafi fé­laginu ekki tekist að vera af­gerandi í jafn­réttis­málum hingað til. Þá sé upp­eldis­hlut­verk þeirra stórt og sam­fé­lagið, ungir sem aldnir, líti upp til leik­manna sem ganga vel.

Tvær leiðir færar hjá KSÍ

„Spurningin sem á svo mörgum brennur er þessi: Ætlar KSÍ að halda á­fram að þagga niður of­beldi sem ger­endur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera ger­enda­með­virk og fórna stúlkum og konum á altari keppniskarla? Er það af­staða sem hreyfingin vill standa fyrir?“ spyr Hanna og bætir við að KSÍ séu tvær leiðir færar.

„Annars vegar að halda á­fram að senda þau skýru skila­boð til stráka og karla að þeir geti beitt konur miskunnar­lausu of­beldi, án þess að það hafi nokkur á­hrif á vel­gengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla á­byrgð á gerðum sínum,“ segir Hanna.

Hin leiðin sé aftur á móti að KSÍ verði hluti af lausninni. „Að rjúfa víta­hring of­beldis, þöggunar og kven­fyrir­litningar. Taka skýra af­stöðu með þol­endum, jafn­rétti og rétt­lætinu.“

„Ég óska KSÍ þess að þar láti fólk ekki kappið og ger­enda­með­virknina bera sið­ferðið ofur­liði. Ég óska þess að KSÍ taki af skarið af styrk, hug­rekki og sam­fé­lags­legri á­byrgð - fyrir okkur öll og fyrir fram­tíðina.“

Pistilinn í heild sinni má finna á vef Vísis.