Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, fullyrðir að Íranir beri ábyrgð á sprengingu sem laskaði ísraelskt skip í Ómanflóa í síðustu viku. Hann hefur ekki greint frá neinum sönnunum fyrir ásökunum. Utanríkisráðuneyti Íran harðneitar aðkomu að málinu.
„Þetta var án nokkurs vafa írönsku aðgerð. Það er augljóst,“ sagði Netanyahu í viðtali við útvarpsstöðina Khan Radio. Hann lét þessi ummæli falla einungis nokkrum klukkustundum eftir að samtök sem hafa eftirlit með borgarastríðinu í Sýrlandi greindu frá því að Ísraelar hefðu gert loftskeytaárásir á uppreisnarhópa með meint tengsl við Íran í Sýrlandi.

Í síðustu viku gerðu Bandaríkin, að tilskipun Joe Bidens Bandaríkjaforseta, flugárásir á bækistöðvar tveggja hópa uppreisnarmanna sem þau segja viðloðandi stjórnvöld í Tehran.
MV Helios Ray var á leið frá Sádi-Arabíu til Singapúr þegar það varð fyrir skemmdum í Ómanflóa á fimmtudaginn. Ekki liggur fyrir hvað olli skemmdunum en eigandi skipsins segir að tvö göt hafi orðið á skipsskrokknum rétt ofan við vatnslínuna, um 1,5 metrar að stærð.
Per @alonbd - according to the investigation of the Israeli-owned Helios Ray vessel was hit by mines that were planted in one of the ports it had stayed in, and NOT missiles as was previously reported. The Ship is now in Dubai for repairs. photos of the damage @Ambrey_Intel https://t.co/ik6qJKHw54 pic.twitter.com/4UmVvFIwpk
— Yonat Friling (Frühling) (@Foxyonat) February 28, 2021
Yoav Galant, menntamálaráðherra Ísraels og fyrrverandi yfirmaður í her landsins, segir við sjónvarpsstöðina Ynet TV að myndir af skrokki skipsins væri af völdum „sprengju festrar á skrokkinn, sem virðist hafa verið gert í aðgerð sjóliða að næturlagi.“ Hann sagði að sprengingin hefði átt sér stað skammt frá strönd Íran og ísraelskt eignarhald skipsins væru opinberar upplýsingar.
Netanyahu þjáist af ótta við Íran
„Persaflói og Ómansjór eru mikilvæg öryggissvæði fyrir Íran, Við munum ekki leyfa þeim að skapa óróa. Netanyahu þjáist af ótta við Íran og telur að besta leiðin til að dreifa athyglinni frá vandamálum hans innanlands sé að dreifa slíkum ásökunum,“ sagði Saeed Khatibzadeh, talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, á blaðamannafundi.
Árið 2019 sökuðu Bandaríkin Íran um árásir á olíuflutningaskip í Ómanflóa. Bandaríkjaher fullyrti að þær hefðu verið gerðar með sprengjum festum á skrokk skipanna.