Benj­a­min Net­an­y­ah­u, for­sæt­is­ráð­herr­a Ísra­els, full­yrð­ir að Íran­ir beri á­byrgð á spreng­ing­u sem lask­að­i ísr­a­elskt skip í Ó­man­fló­a í síð­ust­u viku. Hann hef­ur ekki greint frá nein­um sönn­un­um fyr­ir á­sök­un­um. Utan­rík­is­ráð­u­neyt­i Íran harð­neit­ar að­kom­u að mál­in­u.

„Þett­a var án nokk­urs vafa ír­önsk­u að­gerð. Það er aug­ljóst,“ sagð­i Net­an­y­ah­u í við­tal­i við út­varps­stöð­in­a Khan Rad­i­o. Hann lét þess­i um­mæl­i fall­a ein­ung­is nokkr­um klukk­u­stund­um eft­ir að sam­tök sem hafa eft­ir­lit með borg­ar­a­stríð­in­u í Sýr­land­i greind­u frá því að Ísra­el­ar hefð­u gert loft­skeyt­a­á­rás­ir á upp­reisn­ar­hóp­a með meint tengsl við Íran í Sýr­land­i.

Net­­an­­y­­a­h­u hef­ur átt í erf­ið­leik­um und­an­far­ið og með­al ann­ars ver­ið á­kærð­ur fyr­ir spill­ing­u.
Fréttablaðið/Getty

Í síð­ust­u viku gerð­u Band­a­rík­in, að til­skip­un Joe Bid­ens Band­a­ríkj­a­for­set­a, flug­ár­ás­ir á bæk­i­stöðv­ar tveggj­a hópa upp­reisn­ar­mann­a sem þau segj­a við­loð­and­i stjórn­völd í Tehr­an.

MV Hel­i­os Ray var á leið frá Sádi-Arab­í­u til Sing­a­púr þeg­ar það varð fyr­ir skemmd­um í Ó­man­fló­a á fimmt­u­dag­inn. Ekki ligg­ur fyr­ir hvað olli skemmd­un­um en eig­and­i skips­ins seg­ir að tvö göt hafi orð­ið á skips­skrokkn­um rétt ofan við vatns­lín­un­a, um 1,5 metr­ar að stærð.

Yoav Gal­ant, mennt­a­mál­a­ráð­herr­a Ísra­els og fyrr­ver­and­i yf­ir­mað­ur í her lands­ins, seg­ir við sjón­varps­stöð­in­a Ynet TV að mynd­ir af skrokk­i skips­ins væri af völd­um „sprengj­u festr­ar á skrokk­inn, sem virð­ist hafa ver­ið gert í að­gerð sjó­lið­a að næt­ur­lag­i.“ Hann sagð­i að spreng­ing­in hefð­i átt sér stað skammt frá strönd Íran og ísr­a­elskt eign­ar­hald skips­ins væru op­in­ber­ar upp­lýs­ing­ar.

„Pers­a­fló­i og Óman­sjór eru mik­il­væg ör­ygg­is­svæð­i fyr­ir Íran, Við mun­um ekki leyf­a þeim að skap­a óróa. Net­an­y­ah­u þjá­ist af ótta við Íran og tel­ur að best­a leið­in til að dreif­a at­hygl­inn­i frá vand­a­mál­um hans inn­an­lands sé að dreif­a slík­um á­sök­un­um,“ sagð­i Sa­e­ed Khat­i­bza­deh, tals­mað­ur ír­ansk­a ut­an­rík­is­ráð­u­neyt­is­ins, á blað­a­mann­a­fund­i.

Árið 2019 sök­uð­u Band­a­rík­in Íran um á­rás­ir á ol­í­u­flutn­ing­a­skip í Ó­man­fló­a. Band­a­ríkj­a­her full­yrt­i að þær hefð­u ver­ið gerð­ar með sprengj­um fest­um á skrokk skip­ann­a.