Innlent

Sakar Ingu um að eyða opinberu fé í laun fjöl­skyldu­

Karl Gauti Hjaltason, óháður þingmaður, sakar Ingu Sæland um að verja opinberu fé í fjölskyldumeðlimi. Segist hann hafa margítrekað gagnrýni sína áður en honum var vikið úr flokknum.

Karl Gauti Hjaltason gagnrýnir Flokk fólksins í aðsendri grein.

Karl Gauti Hjaltason, alþingismaður og fyrrum þingmaður Flokks fólksins, sakar Ingu Sæland, formann flokksins um óvandaða meðferð fjármuna. Segist hann hafa margítrekað gagnrýni sína á getu Ingu til að leiða flokkinn, áður en gagnrýnin náðist á upptöku á Klausturbar í nóvember á síðasta ári. Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir Karl Gauta sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Erilsamt ár að baki“.

Karl Gauti sat áður á þingi fyrir Flokk fólksins, en honum var vikið úr flokknum ásamt Ólafi Ísleifssyni, í kjölfar umfjöllunar um Klaustursupptökurnar. Í fyrrnefndri grein fer Karl Gauti yfir farinn veg og fjallar meðal annars um brottrekstur sinn úr Flokki fólksins. 

„Síðla í nóvember, eftir að ég hafði lokið þátttöku minni við aðra umræðu fjárlaga, sat ég undir orðræðu sem spannst í hópi samstarfsmanna og ratað hefur í fjölmiðla. Ég hef beðist afsökunar á þeim mistökum að sitja of lengi undir þessum umræðum,“ ritar Karl Gauti. 

Sex þingmenn sátu á Klausturbar í nóvember í fyrra. Ýmis ógeðfelld ummæli voru þar látin falla um hina ýmsu leikmenn úr heimi stjórnmála. Inga Sæland var til að mynda kölluð „húrrandi klikkuð kunta" og Lilja Alfreðsdóttir „helvítis tík“ Mynd/Samsett

Þá segir hann einhverja hafa staldrað við ummæli hans um hæfni Ingu Sæland til þess að leiða stjórnmálaflokk. „Einhverjir hafa staldrað við ummæli mín við þetta tækifæri um hæfileika formanns Flokks fólksins til að leiða stjórnmálaflokk. Örskömmu síðar rak stjórn flokksins mig við annan mann úr flokknum“ Þá segist Karl Gauti hafa viðhaft gagnrýni sína á Ingi margsinnis á síðasta ári og látið í ljós óánægju sína við hana sjálfa „meðal annars á vettvangi þingflokksins og í stjórn flokksins, þar sem ég var kjörinn með flestum atkvæðum allra stjórnmálamanna á landsfundi flokksins í september sl.“

Þá sakar hann Ingi Sæland um óvandaða meðferð fjármuna og segist ekki telja að formaður stjórnmálaflokks eigi að sitja yfir fjárreiðum hans á sama tíma og formaðurinn er prófkúruhafi og gjaldkeri flokksins. „Þá get ég heldur ekki sætt mig við að opinberu fé sé varið til launagreiðslna í þágu nánustu fjölskyldumeðlima stjórnmálaleiðtoga. Landslög kveða skýrt á um vandaða meðferð þeirra fjármuna sem stjórnmálaflokkar þiggja úr almannasjóðum og er mikilvægt að eftir þeim sé farið,“ segir Karl Gauti að lokum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Klaustursupptökurnar

Ólafur og Karl Gauti reknir úr Flokki fólksins

Innlent

Kallaði Ey­gló Harðar­dóttur „galna kerlingar­k­lessu“

Innlent

Verða óháðir þingmenn

Auglýsing

Nýjast

Slagsmál á Litla-hrauni tilkynnt til lögreglu í dag

Sekt fyrir að virða ekki lokanir við Hrafns­eyrar­heiði

Þriggja daga þjóðar­sorg: Allt að 200 látin

FBI tekur nú þátt í að rannsaka Boeing 737 MAX

Brexit mögulega frestað til 30. júní

„Enginn skilinn eftir“ á alþjóðlega Downs-deginum

Auglýsing