Innlent

Sakar „að­dá­enda­­­klúbbinn“ um villandi fréttir

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son gagn­rýnir RÚV fyrir frétta­flutning um vef­síður sem settar voru upp eftir að Pana­ma­skjölin voru birt. Neitar aðkomu að vef­síðunni Veggnum og kallar frétta­stofu RÚV „að­dá­enda­klúbbinn“.

Sigmundur Davíð gagnrýnir fréttaflutning fréttastofu RÚV, sem hann kallar „aðdáendaklúbbinn“. Fréttablaðið/Ernir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar RÚV um að setja fram villandi fyrirsögn og fyrir að hafa gefið í skyn að hann hafi greitt fyrir rekstur síðunnar veggurinn.is. 

Frétt RÚV má lesa hér.

„Þessir eru enn við sama heygarðshornið. Hér er viljandi sett fram villandi fyrirsögn og auk þess gefið í skyn í greininni að ég hafi greitt fyrir rekstur síðunnar Veggurinn.is,“ skrifar Sigmundur í færslu á Facebook-síðu sinni.

Greint var frá því í gær að Framsóknarflokkurinn þyrfti ekki að greiða almannatenglinum Viðari Garðarssyni fyrir störf sem hann innti af hendi fyrir Sigmund eftir að Panamaskjölin voru birt, en hann var á þeim tíma formaður flokksins. Krafa Viðars hljóðaði upp á rúmlega fimm milljónir króna, en meðal starfa sem hann sá um var að setja upp vefsíðurnar panamaskjolin.is og islandiallt.is fyrir Sigmund. Hann þvertekur hins vegar fyrir að hafa komið að stofnun vefsíðunnar Veggsins.

Kostnaðurinn greiddur fyrir vinnu þegar hann var formaður

„Ég kom ekkert að stofnun vefsíðunnar Veggsins og bauðst aldrei til að greiða fyrir síðuna eða fréttir á henni né var ég beðinn um það,“ skrifar Sigmundur. Hann segist enn fremur einungis hafa greitt fyrir vinnu Viðars á meðan hann var formaður flokksins.

Sjá einnig: Panamasíður Sigmundar sigldu undir fölsku flaggi

„Sá útlagði kostnaður sem ég ábyrgðist fyrir flokkinn kom allur til á meðan ég var formaður hans og löngu áður en andstæðingar mínir í flokknum hófu sínar aðgerðir (og um það leyti sem þeir lýstu því yfir að ekki kæmi til greina að fara gegn mér og sögðu að ég væri að sinna því mikilvæga hlutverki að undirbúa kosningabaráttu flokksins).“

Hann gengst hins vegar við því að hafa látið setja upp vefsíðuna panamaskjolin.is til að birta allar upplýsingar og svör við öllum spurningum um þau mál og segir það ótengt Veggnum.

Enginn áhugi hjá „aðdáendaklúbbnum“

Sigmundur segir ýmislegt áhugavert hafa komið fram í réttarhöldunum, þar sem Viðar krafði Framsókn um fimm milljónirnar, og talar um að enginn áhugi virðist vera hjá fréttastofunni að segja frá því. Í þeim efnum kallar hann fréttastofuna „aðdáendaklúbbinn“ sem hengdi upp „skotmarksmynd“ af honum á vegginn í Efstaleiti.

Að lokum skýtur hann á RÚV fyrir myndaval með fréttinni, og gerir orð Dags B. Eggertssonar að sínum, sem lét í ljós óánægju sína með myndaval Fréttablaðsins á dögunum.

„Svo segi ég eins og Dagur, er ekki hægt að birta skárri mynd af mér með fréttinni? (Þótt ég viðurkenni reyndar að í mínu tilviki gæti það verið erfitt).“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Panamasíður Sigmundar sigldu undir fölsku flaggi

Innlent

Panama-ráð­gjafi Sig­mundar fær ekki greitt

Innlent

Aug­lýsa eftir verslunar­manni í Ár­nes­hreppi

Auglýsing

Nýjast

Fyrir­skipa rann­sókn á hvernig 737-vélarnar fengu flug­leyfi

Fram­sýn slæst í för með VR og Eflingu

Síbrotamaður áfram í gæsluvarðhaldi

„Mér fannst ég gríðar­lega mis­heppnuð“

Fimmtíu fastir um borð í logandi farþegaflugvél

Þre­menningum sleppt úr haldi að lokinni skýrslu­töku

Auglýsing