Umdæmissaksóknari Manhattan hefur nú hafið sakamálarannsókn á fyrirtæki Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Trump Organization.
Ríkissaksóknari New York hóf rannsókn á fyrirtækinu árið 2019 en nú hefur rannsókn á glæpsamlegu athæfi einnig hafist.
Talsmaður skrifstofu Letitia James, ríkissaksóknara New York, greindi frá því í samtali við CNN að þau nýverið hafi tilkynnt yfirmönnum Trump Organization að rannsóknin væri ekki aðeins opinber í eðli sínu lengur og að þau muni vinna náið með saksóknara Manhattan í framhaldinu.
Meðal þess sem saksóknarinn í Manhattan hefur haft til rannsóknar eru skattamál fyrirtækisins og hefur skrifstofa saksóknara Manhattan gríðarlegt magn gagna sem þau fara nú yfir, þar á meðal skattskýrslur hjá Trump sjálfum.
Lögmaður Trump Organization vildi ekki tjá sig um málið þegar CNN leitaði til hans en Trump hefur áður sagt rannsókn ríkissaksóknara New York vera tilkomna af pólitískum ástæðum.
NEW: The @NewYorkStateAG investigation into the Trump Organization is “no longer purely civil.”
— Sonia Moghe (@soniamoghe) May 19, 2021
“We are now actively investigating the Trump Organization in a criminal capacity, along with the Manhattan DA,” a spokesman told CNN. pic.twitter.com/Ctck7VrYc0