Um­dæmis­sak­sóknari Man­hattan hefur nú hafið saka­mála­rann­sókn á fyrir­tæki Donalds Trump fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta, Trump Organization.

Ríkis­sak­sóknari New York hóf rann­sókn á fyrir­tækinu árið 2019 en nú hefur rann­sókn á glæp­sam­legu at­hæfi einnig hafist.

Tals­maður skrif­stofu Letitia James, ríkis­sak­sóknara New York, greindi frá því í sam­tali við CNN að þau ný­verið hafi til­kynnt yfir­mönnum Trump Organization að rann­sóknin væri ekki að­eins opin­ber í eðli sínu lengur og að þau muni vinna náið með sak­sóknara Man­hattan í framhaldinu.

Meðal þess sem sak­sóknarinn í Man­hattan hefur haft til rann­sóknar eru skatta­mál fyrir­tækisins og hefur skrif­stofa sak­sóknara Man­hattan gríðar­legt magn gagna sem þau fara nú yfir, þar á meðal skatt­skýrslur hjá Trump sjálfum.

Lög­maður Trump Organization vildi ekki tjá sig um málið þegar CNN leitaði til hans en Trump hefur áður sagt rann­sókn ríkis­sak­sóknara New York vera til­komna af pólitískum á­stæðum.