Efling stéttar­fé­lag sakar Sam­tök at­vinnu­lífsins um van­efndir á ný­undir­rituðum lífs­kjara­samningi og hefur krafist fundar með Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, fram­kvæmda­stjóra SA, í húsa­kynnum ríkis­sátta­semjara. Fé­lagið segir allan kjara­samninginn við SA vera í húfi.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Eflingu, þar sem segir málið sé fyrst og fremst til­komið vegna Árna Vals Sólons­sonar hótel­stjóra, en stéttar­fé­lagið og hótel­stjórinn hafa staðið í hörðum deilum allt frá því að á­kveðið var að hótel­þernur myndu leggja niður störf í mars.

„Málið kemur til vegna hóp­upp­sagnar hótel­stjórans Árna Vals Sólons­sonar á launa­kjörum starfs­fólks síns um­svifa­laust eftir sam­þykkt kjara­samninganna. Segir í upp­sagnar­bréfinu að þetta sé „til að lækka launa­kostnað“ vegna „væntan­legs kostnaðar­auka“. Bréf var sent á Árna Val, sem stýrir CityPark, CityCenter og Capital­Inn hótelunum, til að fá skýringar á þessu. Rekstrar­fé­lög Árna Vals til­heyra Sam­tökum at­vinnu­lífsins, svo þau voru líka beðin um við­brögð,“ segir í til­kynningunni.

Bull og lygar, segir hótel­stjórinn
Frétta­blaðið greindi frá um­ræddu bréfi í byrjun mánaðar, en Árni Valur svaraði því til að um væri að ræða „bull og lygar“. Upp­sögn á launa­lið í samningi starfs­fólks hafi verið í full­komnu sam­ræmi við lög og gerð í sam­ráði við lög­fræðing hjá Sam­tökum at­vinnu­lífsins.

„Við semjum í góðri trú, með það að mark­miði að bæta kjör fé­lags­manna okkar,“ segir Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Eflingar, í til­kynningunni. „Þetta er blaut tuska í and­litið, að bregðast við með því að fella niður kjör sem starfs­menn hafa notið. Það er engu líkara en verið sé að refsa fé­lags­mönnum fyrir að hafa samið um launa­hækkun.“

Kóað með verstu sort af kapítal­ista
Þá segir að SA hafi sent bréf til Eflingar þar sem sam­tökin „þver­neiti“ að þetta séu undan­brögð vegna launa­hækkana í kjara­samningnum. „Engin skýring er gefin á þeim orðum upp­sagnar­bréfsins, sem starfs­mönnum var skipað að skrifa undir á staðnum, að „væntan­legur kostnaðar­auki“ væri á­stæða upp­sagnanna.“

„Þau eru ein­fald­lega að kóa með verstu sort af kapítal­ista,“ segir Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar. „Þeirri sort sem er til í að setja fólk á strípaðan taxta þegar þau semja um launa­hækkun, þeirri sort sem reynir að stækka hótelið sitt í leyfis­leysi síðasta haust, sem bjó svo illa um byggingar­verka­mennina að það þurfti að loka fram­kvæmdunum því þeir voru taldir í lífs­hættu. Manni sem reyndi að koma í veg fyrir að starfs­fólkið hans fengi að kjósa um verk­fallið sitt. Manni sem hefur oft stært sig af að borga starfs­fólkinu sínu meira en aðrir hótel­stjórar, sem er ein­fald­lega ó­satt. Manni sem sagði að hann ætlaði að búa til sitt eigið stéttar­fé­lag fyrir starfs­fólkið sitt, því honum fannst Efling ekki nógu gott. Þetta er maðurinn sem SA ganga nú fram fyrir skjöldu til að verja.“

Viðar Þor­steins­son segir allan kjara­samninginn við SA vera í húfi. „Spurningin er hvort sam­tökin séu að gefa grænt ljós á alls­herjar van­efndir á kjara­samningnum sem þau undir­rituðu sjálf.