Bandaríkin hafa sakað Rússa um gáleysislega hegðun í kjölfar þess að amerískur dróni brotlendi yfir Svartahafinu eftir að hafa mætt rússneskum orrustuþotum. Áður en þeim lenti saman eru rússnesku flugmennirnir sagðir hafa hent frá sér olíu í veg fyrir drónann en bæði loftförin voru í alþjóðlegri lofthelgi.

Bandaríkin segja að atvikið þeirra á milli hafi varað í um 40 mínútur en rússnesk yfirvöld hafa þvertekið fyrir að hafa átt í nokkrum beinum samskiptum við drónann.

Varnarmálaráðuneyti Rússa segir að dróninn hafi verið að fljúga á svæði á Svartahafinu nærri Krímskaganum þar sem, samkvæmt þeirra yfirlýsingu,“ þau eru í „sérstakri hernaðaraðgerð“ og að vegna þess hafi þau sent út skilaboð til drónans til að stöðva hann. Í yfirlýsingunni segir að hermennirnir hafi ekki notað vopn og að þeir hafi ekki átt í beinum samskiptum við drónann, sem var mannlaus. Þá segir að eftir krappa beygju hafi dróninn brotlent.

Atvikið átti sér stað samkvæmt bandarískum yfirvöldum snemma í gærmorgun og segir í yfirlýsingu að rússnesku flugmennirnir hafi nokkrum sinnum losað frá sér eldsneyti sem Bandaríkjamann kalla gáleysi og óumhverfisvænt. Þá kemur einnig fram að dróninn hafi verið í alþjóðlegu eftirliti en dróninn sem um ræðir kallar Reaper dróni og er með um tuttug metra vænghaf.

Rússneski sendiherrann í Bandaríkjunum var í kjölfarið kallaður á fund og eftir hann var haft eftir sendiherranum, Anatoly Antonov, að atvikið þætti ekki í lagi af rússneskum yfirvöldum og sérstaklega svo nálægt rússneskum landamærum. Þá kom fram í máli hans að það veki áhyggjur hjá þeim.

Um er að ræða fyrsta skipti síðan í Kalda stríðinu sem bandarískt loftfar hrapar eftir að hafa mætt rússnesku loftfari.

Nánar á vef BBC og AP.