Hassan Rou­hani, for­seti Írans, sakar Ísraels­menn um að bera á­byrgð á morðinu á vísindamanninum Moh­sen Fakhriza­deh. Hann var myrtur í gær, en hann var einn fremsti vísinda­maður landsins á sviði kjarn­eðlis­fræði.

Í frétt BBC um málið segir að vísinda­maðurinn hafi verið myrtur af byssu­mönnum í bænum Absard, austur af höfuð­borginni Tehran. Rou­hani segir að Íranir muni hefna sín á Ísrals­mönnum vegna málsins.

Yfir­völd í Ísrael hafa ekki tjáð sig um á­sakanir kollega sinna í Íran. Stjórn­völd í löndunum tveimur hafa í ára­tugi eldað grátt silfur saman og Ísraels­menn í­trekað lýst yfir á­hyggjum af mögu­legri kjarna­vopna­fram­leiðslu Írana.

Rou­hani segir að Íranir muni svara fyrir morðið eins fljótt og kostur er. Hann full­yrðir hins­vegar að morðið á vísinda­manninum muni ekki leiða til þess að Íranir muni grípa til bráð­lyndra á­kvarðanna.

Ísraels­menn og Banda­ríkja­menn hafa um ára­bil haft á­hyggjur af því að Íranir ætli sér að koma upp kjarna­vopnum. Donald Trump, Banda­ríkja­for­seti, sagði Banda­ríkin frá fjöl­þjóð­legum kjarn­orku­samningi Vestur­landa við Írani árið 2018.

Samningurinn hafði verið sam­þykktur í tíð ríkis­stjórnar Barack Obama og var ætlað að koma í veg fyrir að Íranir komi sér upp kjarna­vopnum. Spennan hefur síðan þá farið stigvaxandi á milli ríkjanna tveggja.