Max Landis, vel þekktur hand­rits­höfundur og kvik­mynda­gerðar­maður í Hollywood, hefur verið sakaður um kyn­ferðis­of­beldi af hálfu átta kvenna, sem stíga fram í sam­tali við vef­miðilinn Daily Beast og segja sögur sínar. Landis er hand­rits­höfundur kvik­myndarinnar Deeper en Baltasar Kormákur var ráðinn leik­stjóri myndarinnar í októ­ber síðast­liðnum og er hefur framleiðslu myndarinnar verið frestað ótímabundið. Landis hefur ekki tjáð sig opin­ber­lega um á­sakanirnar.

Ani Baker, fyrr­verandi kærasta hand­rits­höfundarins, var fyrst til að upp­lýsa um hegðun hand­rits­höfundarins en hún birti Insta­gram færslu í síðustu viku þar sem hún varaði aðrar konur við sam­skiptum við Landis. Í sam­tali við Daily Beast lýsir hún grófu kyn­ferðis­of­beldi af hálfu hand­rits­höfundarins.

Hún segir að hún hafi reynt að ljúka sam­bandinu en að hann hafi hins­vegar beitt hana þrýstingi og kúgað hana til þess að halda á­fram að eiga í kyn­ferðis­legu sam­neyti við hann. Þá hafi hann einnig hótað henni eftir að hún hafi slegið hann létt í rassinn.

„Hann sneri sér við og setti hendur sínar á háls minn og fór alveg upp að and­litinu mínu og sagði, „Ég mun fokking myrða þig. Skiluru hvað ég er að segja? ég mun fokking myrða þig,“ er haft eftir Ani í við­talinu.

Í um­fjöllun Daily Beast stíga tvær kvennanna, auk Ani, fram undir nafni en fimm þeirra stíga fram undir nafn­leynd. Þrjár þeirra segja að Landis hafi kyrkt þær og segir ein þeirra að hand­rits­höfundurinn hafi haldið henni niðri og nauð­gð henni, á meðan hún grét. Tvær lýsa jafn­framt grófri hegðun Landis á kvik­mynda­töku­stað.

Baltasar átti að leikstýra Deeper.
Fréttablaðið/Anton Brink

Hætt við fram­leiðslu á Deeper

Eins og áður segir er Landis vel þekktur hand­rits­höfundur í Hollywood og skrifaði meðal annars hand­ritin að kvik­myndunum Brig­hter, sem kom út á Net­flix á seinasta ári, auk kvik­myndarinnar Chronic­le sem kom út árið 2012. Þar fóru Michael B. Jordan og Dane DeeHaan með aðal­hlut­verk.

Leik­stjóri þeirrar myndar, Josh Trank, segir í færslu á Twitter að hann trúi full­kom­lega þeim á­sökunum sem hafi birst í um­ræddri um­fjöllun Daily Beast. Hann segir jafn­framt að hann hafi ekki talað við Landis síðan 2012 og meinað honum að koma að eftir­vinnslu myndarinnar.

Í um­fjöllun Daily Beast kemur jafn­framt fram að kvik­mynda­verið MGM hafi tekið kvik­myndina Deeper af dag­skrá en Landis seldi verinu réttinn að hand­ritinu árið 2016 og átti Baltasar Kormákur að leik­stýra, eins og fram hefur komið.

Myndin fjallar um för fyrr­verandi geim­fara á dýpsta mögu­lega hafs­botn Jarðar þar sem yfir­náttúru­legir hlutir fara að gerast. Breski stór­leikarinn I­dris Elba hafði verið orðaður við hlut­verkið en eftir á­sakanirnar á hendur Landis hefur leikarinn sagt að einungis hafi verið um orð­róm að ræða, hann hafi aldrei sam­þykkt að leika í myndinni.

View this post on Instagram

If you have found my page via Max Landis, hi, I’m going to give you some direct info I wish I had gotten, because the experience/aftermath of this person is really destructive, and it will be riddled with pain and emotional work that you don’t need to spend your precious energy on. If you are close to him you will think he’s “honest” because he seems upfront about his shortcomings, but he’s not honest. He tells everyone a different story about his past, his “diagnoses” and his behavior. He leaves out the things you wouldn’t stand for. You’ll think he’s willing to change because he cops to his bad behavior, but he’s omitting the worst stuff, the horrifying stuff he knows you can’t handle and again, wouldn’t stand for. The stories he tells everyone about what he’s done to people in his life are different, too. He shifts them based on what he needs from you and what he thinks will get you and keep you, on his side. You’ll think he’s remorseful because he performs intense emotions; those emotions are SOLELY due to fear of consequences (finally) and they have nothing to do with the feelings of others. It took me close to three years to fully grasp this. He does not care about your feelings. You’ll think he loves you DIFFERENTLY because he’ll say so and he’ll spend more money than you’ve ever seen on trips and experiences that are new to you, and he’ll use the “right words,” sometimes, but pay attention to his ACTIONS, current and past. He will make you believe that his past doesn’t count because he’s different now. Even his past with YOU won’t count. You won’t be allowed to still be hurt about vicious things he did a few months ago, because he’s “different now.” He’s the same, he’s just trying different things. Pay attention to your own actions, too. How often are you crying? How much are you venting to friends and therapists? How often are you trying to improve yourself to please him? How often are you trying to make sense of aggressively confusing and hurtful behavior so that you can get back to internal peace?

A post shared by Ani Easton Baker (@nimblewill) on