Tvær konur hafa stigið fram og sakað Stanl­ey John­son, föður Boris John­son for­sætis­ráð­herra Bret­lands, um kyn­ferðis­lega á­reitni.

Caroline Nokes, þing­kona Í­halds­flokksins, segir í við­tali við Sky News að hann hafi slegið hana „á aftur­endann um það bil eins fast og hann gat“ á þingi flokksins árið 2003.

Caroline Nokes.
Mynd/Breska þingið

Frétta­konan Ailb­he Rea, sem starfar fyrir tíma­ritið New Sta­tes­man, sakar John­son um að káfa á sér á þingi Í­halds­flokksins árið 2019.

John­son segist „ekki reka minni til“ að hafa snert Nokes. Breska ríkis­út­varpið BBC hefur óskað svara frá honum en hann ekki orðið við því enn.

Ailb­he Rea.
Mynd/Twitter

Skrif­stofa for­sætis­ráð­herrans segir að ekki sé að vænta yfir­lýsingu frá henni þar sem John­son sé „ein­stak­lings­aðili“.

„Hver sá sem fremur glæp­sam­legt at­hæfi, það látum við ekki við­gangast, en ég get ekki rætt um á­sakanir gegn ein­stak­lingum,“ segir tals­maður for­sætis­ráð­herrans.

Boris John­son for­sætis­ráð­herra Bret­lands.
Fréttablaðið/EPA

Nokes hefur verið þing­maður Roms­ey og Sout­hampton North síðan árið 2010 og var í fram­boði til þing­sætisins þegar um­rætt at­vik átti sér stað á þingi Í­halds­flokksins árið 2003 í Black­pool.

„Ég man eftir því að mjög þekktur maður (John­son) - á þeim tíma fram­bjóðandi Í­halds­flokksins í Teign­brid­ge í De­von - sló mig á bak­hlutann eins fast og hann gat og sagði Oh, Roms­ey, þú ert með yndis­legt sæti“.

Rea segir á Twitter að John­son hafi einnig á­reitt sig og þakkar Nokes fyrir að stíga fram og greina frá á­reitninni af hans hálfu.