Erlent

Sagður hafa reynt að hylja heimildir um fundi með Pútín

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er sagður hafa reynt að hylja heimildir um fundi sína með Vladimír Pútín, Rússlandsforseta, að minnsta kosti fimm sinnum.

Þeir félagar. Fréttablaðið/EPA

Engin haldbær gögn eru til um fimm persónulega fundi á milli Donald Trump, Bandaríkjaforseta og Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og virðist svo vera sem að forsetinn hafi leynt samstarfsmenn sína í ríkisstjórninni upplýsinga um fundina, ef marka má ítarlega umfjöllun Washington Post um málið.

Í umfjölluninni kemur meðal annars fram að forsetinn hafi lagt sig fram í að leyna upplýsingum um efni funda með Pútín og er hann meðal annars sagður hafa tekið þýðingar túlks síns og sagt þeim að ræða ekki efni fundanna við aðra meðlimi ríkisstjórnar hans.

Vitnar bandaríska blaðið í heimildarmenn innan ríkisstjórnar forsetans en þetta háttalag forsetans er sagt afar óvenjulegt miðað við háttsemi forvera hans í starfi. 

Er samverkafólk forsetans sagt hafa uppgötvað að eitthvað væri undarlegt þegar að tveimur hátt settum starfsmönnum Hvíta hússins og utanríkisráðuneytisins var meinað að fá upplýsingar frá túlki Trump á sameiginlegum fundi Trump, Rex Tillersson sem þá var utanríkisráðherra og Vladimír Pútín í Hamborg í Þýskalandi árið 2017. 

Hvíta húsið hefur þegar brugðist við fréttum Washington Post og sagt að ekkert sé hæft í umfjölluninni, og sagði Sarah Sanders, blaðamannafulltrúi ríkisstjórnarinnar meðal annars að umfjöllunin væri „óforskammanlega ónákvæm“ og þá sagði forsetinn sjálfur í símaviðtali við Fox News í gærkvöldi að hann „hefði einfaldlega átt í samræðum líkt og allir þjóðarleiðtogar gera.“

Bob Menendez, þingmaður í öldungadeildinni og ráðandi í utanríkisnefnd öldungadeildarinnar segir í samtali við CNN að hann ætli sér að hitta kollega sína í utanríkisnefnd fulltrúadeildarinnar og skoða hvernig hægt sé að bregðast við en segir mikilvægt að farið verði yfir umrædd gögn frá túlkinum.

Ekki er lengra síðan en í gær að upplýst var að FBI hefði hafið rannsókn á forsetanum stuttu eftir að hann rak James Comey úr embætti forstjóra stofnunarinnar og brást forsetinn ókvæða við þeim fréttum í gær og endurtók þær fullyrðingar sínar að „ekkert samráð með Rússum hefði átt sér stað.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Erlent

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Erlent

Mála­miðlunar­til­lögum Trumps hafnað af Demó­krötum

Auglýsing

Nýjast

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

„Allar fangageymslur fullar eftir nóttina“

Enginn afsláttur fyrir prinsinn

Auglýsing