Innlent

Sagt upp eftir út­tekt á líðan starfs­fólks skólans

Þorkeli Ingimarssyni, skólastjóra Víkurskóla í Vík í Mýrdal, hefur verið sagt upp störfum. Ólga hefur verið í skólanum og var tilkynnt um uppsögnina eftir sálfélagslega úttekt á líðan starfsfólks skólans.

Frá Vík í Mýrdal. Fréttablaðið/Vilhelm

Þorkell Ingimarsson, skólastjóri í Víkurskóla í Vík í Mýrdal, mun láta af störfum um næstu mánaðamót eftir að sveitarstjórn Mýrdalshrepps lét gera sálfélagslega úttekt á líðan starfsfólks í skólanum. Talsverð ólga hefur verið við skólann það sem af er árs að því er fram kemur í tilkynningu á vef Mýrdalshrepps.

„Niðurstaða sveitarstjórnar eftir yfirferð þeirrar úttektar var sú að ekki yrði hjá því komist að breyta um yfirstjórn í skólanum,“ segir í tilkynningunni.

Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, vildi litlu bæta við tilkynninguna í samtali við Fréttablaðið en staðfesti að óánægja hefði verið með ákveðna þætti hjá yfirstjórn skólans. Ráðist hefði verið í úttekt á líðan starfsfólks í skólanum eftir ábendingar og niðurstaðan verið sú að Þorkell léti af störfum.

„Alltaf þegar svona mál koma upp þá eru þau viðkvæm og erfitt að tala um þau,“ segir Ásgeir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Reikna með opnun Ölfus­ár­brúar á há­degi

Innlent

Telur engar laga­legur for­sendur fyrir á­kæru um peninga­þvætti

Lögreglan

Staðinn að ræktun 400 kanna­bis­plantna

Auglýsing

Nýjast

Erum á milli tveggja lægða

Risavaxið erfðamengi hveitis kortlagt

Húsa­friðunar­nefnd afar von­svikin með Reykja­nes­bæ

Á undan áætlun með Ölfusárbrú

Erfitt að ræða misréttið segja landsliðskonur

Borgin hefur varið 11,3 milljónum í sálfræðinga vegna eineltismála

Auglýsing