Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands og sagn­fræðingur, er gestur í þættinum Heima er bezt á Hring­braut. Guðni hefur ný­verið skrifað merka bók, „Stund á milli stríða“. Þar skrifar Guðni um bar­áttuna fyrir út­víkkun land­helginnar.

Það merka er þó það að Guðni skrifar hér um ára­tug þar sem engin eigin­leg þorska­stríð voru í gangi. Það segir samt lítið. Bar­áttan var til staðar. Með sínum lifandi og heillandi frá­sagnar­máta fer Guðni á kostum.

Hann rekur átök ís­lenskra stjórn­mála­manna sem og skærur milli varð­skipa og her­skipa. Saga þessa tíma er hlaðin at­burðum, á­tökum og hættu­spili.

Við Ís­lendingar vorum lán­samir þar sem flest féll okkur í hag. Haf­réttur breyttist eins og við hefðum kannski helst óskað okkur. Við áttum í höggi við Breta, Vestur-Þjóð­verja og Rússa. En hvað um frændur okkar á Norður­löndunum, áttum við skjó þar? Nei, svo var ekki.

„Um 1967 eða þar um bil á­kveða Banda­ríkja­menn og Rússar að taka höndum saman, þessir ó­vinir í köldu stríði. Áttu þó þá sam­eigin­legu hags­muni að vilja berjast fyrir þröngri land­helgi og þröngri fisk­veiði­lög­sögu. Þegar full­trúar þessa risa­velda eiga að geta saman ráðið því sem þeir vilja ráða,“ segir Guðni meðal annars í við­talinu í Heima er bezt.