Boris John­son, fyrr­verandi utan­ríkis­ráð­herra Bret­lands og fram­bjóðandi til leið­toga­stöðu Í­halds­flokksins, er sagður hafa heimilað sölu á vopnum til Sádí-Araba þegar hann gegndi stöðu ráðherra árið 2016, sem notuð hafa verið í borgarastríðinu Jemen, að því er fram kemur á vef Guar­dian.

Á­kvörðunin var opin­beruð í fyrsta sinn í dag að því er segir í frétt miðilsins en utan­ríkis­ráð­herrann er sagður hafa gefið leyfi fyrir að selja eld­flaugar með fjar­stýringa­búnaði til sádí-arabíska hersins auk byssu­kúlna. Daginn eftir á­kvörðun John­son var skóli í þorpi í Jemen sprengdur í loft upp af sádí-arabíska flug­hernum.

Er ráð­herrann harð­lega gagn­rýndur vegna þessa af mann­réttinda­sam­tökum þar í landi og hann sagður bera í brjósti sér al­gjöra van­virðingu gagn­vart lífum íbúa í Jemen en harð­vítug átök hafa geysað þar í landi undan­farin fimm ár þar sem þúsundir hafa farist