Sam­­kvæmt spænsk­­a blaðamanninum Raul Sánchez, sem fylgst hef­­ur með máli ís­­lensks manns, sem grun­­að­­ur er um barn­­a­n­íð­­ings­br­ot á Spán­­i, virð­­ist sem mað­­ur­­inn hafi feng­­ið dreng­in­a til að gang­­a með tvo hund­a sinn um þorp­­ið og unn­­ið sér þann­­ig traust þeirr­­a.

Spænsk­­a þjóð­varð­lið­ið hand­t­ók 59 ára gaml­­an Ís­­lend­­ing í Tor­r­e Pach­­ec­­o, í ná­gr­enn­­i borg­­ar­­inn­­ar Murc­­i­­a, fyrr í mán­uð­in­um grun­­að­­an um brot gegn átta smádrengj­um.

Fyr­­ir að labb­­a með hund­­an­­a er maðurinn sagður hafa greitt börn­­un­­um eina evru og síðan þeg­­ar þau hafi komið aft­­ur á heim­­il­­i hans með þá hafi hann sett klám­­feng­­ið efni á í sjón­­varp­­in­­u og reynt að káfa á þeim og fá þá til að snert­­a á sér kyn­­fær­­in. Hann hafi boð­­ið þeim fimm evr­­ur fyr­­ir að fá að snert­­a þá.

Spænsk­a þjóð­varð­lið­ið skoð­­­ar nú tölv­­­ur og far­s­­ím­­­a í eigu manns­­­ins og kann­­­að er hvort hann hafi tek­­­ið upp brot sín. Nú þeg­­ar hef­­ur fund­­ist um­­tals­v­ert magn kláms og barn­­a­­níðs­­efn­­is í fór­­um hans.

Einn­­ig hef­­ur ver­­ið leit­­að að­­stoð­­ar Inter­p­ol en mað­­ur­­inn bjó um tíma í Suð­­ur-Amer­­ík­­u, til dæm­­is í Kól­­um­b­í­­u. Spænsk­­a lög­r­egl­­an tel­­ur mög­­u­­legt að þar hafi hann einn­­ig fram­­ið sam­b­ær­­i­­leg brot. Einnig leitaði spænsk­­a lög­r­egl­­an lið­s­inn­­is al­­þjóð­­a­­deild­­ar rík­­is­l­ög­r­egl­­u­­stjór­­a við rann­­sókn máls­­ins. Enn ligg­ur ekki fyr­ir hve­nær rétt­að verð­ur yfir mann­in­um.

Mað­­­ur­­­inn var dæmd­­­ur af Hæst­­­a­r­­étt­­­i árið 1994 fyr­­­ir brot gegn fjór­­­um drengj­­­um í Vest­m­­ann­­­a­­­eyj­­­um. Þau framd­­­i hann árin 1990 til 1992. Fórn­­­ar­l­­ömb­­­in voru á aldr­­­in­­­um níu til tólf ára. Brot­in sem hann gerð­ist sek­ur um í Vest­mann­a­eyj­um virð­ast vera af svip­uð­um toga og þau brot sem hann er nú sak­að­ur um.

Fréttin hefur verið uppfærð.