Donald Trump, Banda­ríkja­for­seti, er sagður í­huga al­var­lega að bera vitni í þeirri rann­sókn sem nú fer fram á starfs­háttum for­setans í full­trúa­deildinni, að því er fram kemur á vef BBC.

For­setinn tjáði sig um málið á Twitter en Nan­cy Pelosi, leið­togi Demó­krata í full­trúa­deildinni, sagði að það væri nú til skoðunar. For­setinn hefur verið sakaður um að hafa beitt sér með ó­eðli­legum hætti fyrir því að úkraínsk stjórn­völd hefðu af­skipti af upp­rennandi for­seta­kosningum.

Á sunnu­daginn sagði Pelosi að for­setanum væri vel­komið að bera vitni í málinu ef hann hefði á­huga á því. Í tístum sínum í dag réðist for­setinn að Pelosi og sagði hana meðal annars vit­firrta og gagns­lausa.

For­setinn hefur alla tíð þver­tekið fyrir að nokkuð ó­eðli­legt hafi átt sér stað, þrátt fyrir að upp­tökur sýni fram á að hann hafi beðið for­seta Úkraínu um að rann­saka við­skipti sonar Joe Biden, for­seta­fram­bjóðanda Demó­krata, í Úkraínu.

For­setinn hefur í­trekað verið gagn­rýndur fyrir notkun sína á Twitter, nú síðast af Chuck Schumer, leið­toga Demó­krata í leyni­þjónustu­nefnd full­trúa­deildarinnar. Schumer hefur sagt að for­setinn ætti miklu frekar að bera vitni heldur en að nota Twitter.