For­seti Namibíu, Hage Gein­gob, ætlar sér að reka Sacky Shang­hala, dóms­mála­ráð­herra og Bern­hardt Esau, sjávar­út­vegs­ráð­herra, úr ríkis­stjórn landsins vegna um­fjöllunar um mál­efni Sam­herja sem birtist í ís­lenskum fjöl­miðlum í gær. Mbl.is greindi fyrst frá ís­lenskra miðla.

Fram kom í frétta­skýringar­þættinum Kveik í Ríkis­sjón­varpinu og í Stundinni að stjórn­endur Sam­herja hafi greitt stjórn­mála­mönnum og sam­starfs­mönnum þeirra mútur til að komast yfir ó­dýrari sjó­frysti­kvóta á hrossamakríl.Í til­kynningu frá fé­laginu var skuldinni vegna málsins skellt á Jóhannes Stefáns­son, fyrr­verandi starfs­mann fé­lagsins og upp­ljóstrarann í Kveik.

Í um­fjöllun Namibian Sun er vísað til heimilda frá hátt­settum heimildar­mönnum innan stjórn­kerfis landsins. For­setinn hafi tjáð þá skoðun sína í morgun að þeir yrðu ein­fald­lega að víkja. Ekki kemur fram hvort um sé að ræða tíma­bundið leyfi.

Full­yrt er að for­setinn sé búinn að fá nóg af á­sökunum á hendur ráð­herrunum um spillingu. Líkt og fram kom í um­fjöllunum ís­lenskra miðla í gær eru ráð­herrarnir sagðir hafa tekið við mútu­greiðslum frá Sam­herja og þannig greitt leið fyrir­tækisins að afla­heimildum undan ströndum landsins.

Þá er greint frá því á vef The Namibian í dag að við­skipta­ráð­herra landsins, Tjekero Tweya, hafi líkt þar­lendum blaða­mönnum vð flugur og ráð­leggur hann er­lendum fjár­festum og mögu­legum fjár­festum að hlusta ekki á þá og skrif þeirra. Hann sagði þá skaða efna­hag landsins með skrifum sínum.