Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði í nógu að snúast í gær­kvöldi og í nótt og komu fíkni­efna­mál meðal annars inn á borð hennar.

Um kvöld­matar­leytið í gær fór lög­regla í hús­leit á heimili ein­stak­lings í mið­bæ Reykja­víkur. Í skeyti frá lög­reglu kemur fram að maðurinn hafi verið kærður fyrir vörslu á kökum sem grunur leikur á að inni­haldi kanna­bis­efni.

Á sjötta tímanum í gær­kvöldi var svo óskað eftir að­stoð lög­reglu við að vísa fólki út af stiga­gangi sem hafði komið þangað til þess eins að neyta fíkni­efna.

Lög­reglu­menn fengu svo til­kynningu um ein­stak­ling sem var sagður sofa fram á stýri bif­reiðar. Þegar höfð voru af­skipti af við­komandi tjáði hann lög­reglu að hann væri upp­gefinn eftir próf­lestur liðinna daga og hefði verið að leggja sig áður en hann færi að versla í matinn.

Tveir menn voru svo hand­teknir vegna gruns um akstur undir á­hrifum á­fengis og fíkni­efna. Að auki voru þeir sagðir hafa valdið skemmdum á bif­reið sem ekki var talin í þeirra eigu. Voru mennirnir vistaðir í fanga­klefa vegna rann­sóknar málsins.