Starfs­maður í verslun Nettó í Lág­múla í Reykja­vík varð fyrir árás ein­stak­lings í annar­legu á­standi í versluninni á sunnu­dags­kvöld. Þetta stað­festir Gunnur Líf Gunnars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri mann­auðs­sviðs hjá Sam­kaupum, í skrif­legu svari til Frétta­blaðsins.

Maðurinn gekk á eftir starfs­manninum í versluninni, sagðist vera með CO­VID-19 og hóstaði í­trekað ná­lægt starfs­manninum. Þá hrækti hann einnig í áttina til hans og elti við­komandi starfs­mann inn á bak­svæði verslunarinnar og ógnaði honum þar.

Lög­reglan var kölluð á vett­vang í kjöl­farið og fjar­lægði hún manninn. Gunnur segir að heilt yfir hafi starfs­fólk Nettó ekki orðið fyrir auknu of­beldi á meðan sam­komu­banni yfir­valda vegna CO­VID-19 stendur.

Hins vegar hefur þjófnaður aukist í verslunum Nettó að undan­förnu og fjöldi mála þar sem starfs­fólki er ógnað og jafn­vel beitt of­beldi sömu­leiðis.

Þetta er ekki fyrsta málið af slíkum toga sem kemur upp síðan að sam­komu­bannið var sett á. Frétta­blaðið sagði frá því á dögunum að hópur drengja í verslun Krónunnar hefðu hóstað á við­skipta­vini. Þeir stungu einnig fingrum upp í munn sér og struku yfir vörur.