Halldóra Mogensen, þingmaður pírata, hóf umræðu á Alþingi fyrir skömmu þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til svara um sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka.

Halldóra hóf mál sitt á að segja að það að misbeita valdi í opinberri þágu væri spilling.

„Í aðdraganda sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur núverandi fjármála- og efnahagsráðherra skilið eftir sig slóð spillingarmála og klúðri þegar kemur að sölu ríkiseigna. Það er þess vegna sem Píratar voru á móti þessari sölu. Auk þess er hann allt of persónulega tengdur í íslenskt viðskiptalíf til að geta talist hæfur til að fara með slíka sölu og úr varð sem varð,“ sagði Halldóra og taldi upp upp margs konar galla á útboðinu.

„Auk þess er hann allt of persónulega tengdur í íslenskt viðskiptalíf til að geta talist hæfur til að fara með slíka sölu og úr varð sem varð“

Halldóra spurði forsætisráðherra ýmissa spurninga svo sem hvort rætt hefði verið í Ráðherranefnd um efnahagsmál að gera lágmarkskröfur og tryggja lágmarkshlut til að tryggja hæfa fjárfesta? Leiðtogar ríkisstjórnarinnar væru nú að hríðfalla í trausti samkvæmt mælingum. Hún vildi vita Hvers vegna Katrín gæfi ekki grænt ljós á sérstaka Rannsóknarnefnd innan Alþingis vegna bankasölunnar.

Katrín sagði meðal annars í svörum sínum að álitamál hefði verið hvernig hefði átt að nálgast hæfa fjárfesta. Hvaðp rannsóknarnefdnina varðaði þá bæri aðeins að nota slík úrræðin ef ekki væri hægt að nota hefðbundin rannsóknarúrræði önnur.

„Ég hef ekki séð að Rikisendurskoðun hafi ekki fullar heimildir til að rannsaka þetta mál," sagði Katrín.

Ef annað kæmi á daginn yrði að bregðast við því.

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að féð sem ríkið hefði fengið fyrir söluna myndi fara í innviði. Salan væri liður í að losa ríkið udan áhættusömum rekstri fjármálastofnana. Langtímafjárfestar væru þar stærstir.

Umræðan stendur yfir.