Frétta­blaðið hefur undir höndum hljóð­upp­töku af loka­orðum Lilju Al­freðs­dóttur á Safna­þinginu fyrir austan, þar sem hún baðst vel­virðingar á eigin skipan í stöðu þjóð­minja­varðar í ljósi við­bragða.

Virðist sem sátta­fundur í ráðu­neytinu á mánu­dag hafi ekki skilað þeirri niður­stöðu sem Lilja vænti eftir um­mæli sín á Safna­þinginu.

Loka­orð Lilju féllu að sögn gesta þingsins eftir í­trekaða gagn­rýni á þá á­kvörðun ráð­herrans að hafa skipað Hörpu Þórs­dóttur í em­bætti þjóð­minja­varðar án þess að aug­lýsa stöðuna.

„Að­eins varðandi skipunina. Það er þannig að við, það er heimild til að flytja opin­bera starfs­menn á milli stofnana ... og þarna þegar ég fæ þessa til­lögu, þá erum við að tala um mjög far­sælan stjórnanda ... ég bara bið ykkur um ... að gefa henni grið ... Ég ber á­byrgð á þessu ... það eru frétta­menn að hringja í fyrr­verandi starfs­menn til þess að fá upp­lýsingar um við­komandi stjórnanda ..., við höfum aldrei fengið at­huga­semdir ... hún hefur sýnt árangur varðandi Lista­safnið ... og ég vil minna á að hún er safn­stjóri á einu af höfuð­söfnunum ... og þarna kannski van­mat ég það að það væri þörf á að aug­lýsa starfið,“ segir Lilja.

„... ef ég hefði áttað mig betur á því þá hefði ég bara gert það – það hefði ekki verið neitt mál – ég harma það að við séum komin í þessa stöðu og það er ekki ykkur að kenna. Ég ber á­byrgð á því. ... finna út úr því vonandi í sam­starfi við ykkur hvernig við hugum að Þjóð­minja­safninu hvort það sé eitt­hvað þarna sem þið getið komið að borðinu til að auka traust. Ekkert er fjarri mínum huga en að sýna ykkur van­virðingu. Ég er bara miður mín yfir þessu, ég verð að segja það. Ég átta mig alveg á von­brigðunum og ef ég hefði áttað mig á að þetta væri í raun og veru staðan þá hefði ég gert annað. Ég bara – það er ekkert mál fyrir mig að segja það hér hátt og skýrt. En við verðum að vinna með þetta.“

Einnig segir Lilja:

„Ég hlakka til að fara yfir þetta mál­efna­lega á mánu­daginn og bið ykkur svo­lítið um helgina að þrátt fyrir það að þið séuð fúl út í ráð­herrann ykkar og ykkur finnst hafa sýnt ykkur van­virðingu – þá var það aldrei á­ætlunin ... mér finnst það miður að hafa ekki aug­lýst þetta og hafa ekki áttað mig á þessu ... ég hélt að ég væri að gera gott svo ég segi það alveg hreint út ... eitt af því sem ég er að skoða núna ... er eitt­hvað sem við getum gert á Þjóð­minja­safninu til að mæta þessari gagn­rýni ykkar? Ég bara á mánu­daginn geri ekkert annað en að hlusta á ykkur. ... með aug­lýsingar ég tek það á mig ... þetta er undan­tekningin ... ég heyri að þið viljið aftur­kalla þessa stöðu ... ég bið ykkur svo­lítið að setja ykkur í spor við­komandi aðila ... o.s.frv. ... ég tek þetta mjög al­var­lega ... Mér finnst það ekki gott að sam­skiptin séu komin á þetta stig og það er mitt að greiða úr því.“

Haf­þór Heide, að­stoðar­maður Lilju, sagði í svari við ósk Frétta­blaðsins um við­tal við ráð­herra í gær að rang­lega hafi verið haft eftir Lilju. Á fundinum hafi ráð­herra sagst hafa van­metið hvað það væri mikil þörf á að aug­lýsa starfið. Hún hafi harmað þá stöðu sem upp væri komin.

Skilningur við­staddra á þinginu sem Frétta­blaðið hefur rætt við er sá sami og hjá Ólöfu Gerði Sig­fús­dóttur safna­konu sem haft var eftir í for­síðu­frétt blaðsins í gær, að Lilja hefði harmað eigið em­bættis­verk í ljósi við­bragða.

Hólmar Hólm, ritari í stjórn Ís­lands­deildar ICOM, al­þjóða­ráðs safna, sem staddur var á safna­þinginu segir: „Lilja í­trekaði að hún hefði gert mis­tök og öllum fannst til koma að hún sýndi auð­mýkt og ein­lægni. Hún sagði að hún hefði betur aug­lýst stöðuna. Þá sagði hún að hún harmaði að á­kvörðun hennar með skipanina hafi farið svo illa í fólk. Það er náttúr­lega hálf­gerð gas­lýsing, en við skautuðum fram hjá því en fannst að það að viður­kenna mis­tökin væri til marks um góðan vilja.“

Þá segir Hólmar, líkt og fleiri sem hafa undrast skipanina, að vita­skuld væri hægt að draga skipan þjóð­minja­varðar til baka, að við­lögðum skaða­bótum.

„Af hverju getur hún þá ekki dregið skipanina til baka? Er það vegna þess að það kosti ríkið bætur, dóms­mál, pólitískan á­lits­hnekki fyrir Lilju eða af­sögn?“

-Sigurjón R. Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.

Sigurjón segir alveg skýrt að Lilja hafi meint að hún hefði gert hlutina öðru­vísi ef hún hefði lesið lands­lagið með öðrum hætti.
Mynd/Aðsend

Anita Elef­sen, safn­stjóri á Síldar­minja­safninu á Siglu­firði, var einnig á safna­þinginu.

„Mín upp­lifun er sú að þessar af­leiðingar sem þessi skipan hefur haft hafi í raun komið henni í opna skjöldu og hún sagði að henni þætti það mjög miður, þetta væri staða sem hún vildi ekki að væri uppi. Hún væri öll af vilja gerð til að leita sátta.“

Anita segir ekki tíma­bært að svara spurningum um hvort hún sé sátt við mála­lyktir. Málinu sé ekki lokið.

„Mér finnst ég hafa dregið það úr hennar svörum að ef hún hefði séð fyrir við­brögðin þá hefði hún farið þá leið að aug­lýsa stöðuna.“

Sigur­jón Haf­steins­son, prófessor í safna­fræði við Há­skóla Ís­lands, segir alveg skýrt að Lilja hafi meint að hún hefði gert hlutina öðru­vísi ef hún hefði lesið lands­lagið með öðrum hætti.

„Svo bætti hún um betur þegar hún gekk að mér og fleirum við há­degis­borðið og í­trekaði þetta. Eitt af því sem hún sagði var að hún gæti ekki dregið skipanina til baka en það komu engar skýringar,“ segir Sigur­jón.

„Af hverju gerði hún þetta? Það hefur aldrei komið fram, það er ekki skýring að Harpa sé hæf. Það vantar að hún svari af hverju hún geti ekki dregið mis­tök sín til baka, allir skildu það sem svo að skipanin væri í hennar huga mis­tök að hennar mati og af hverju getur hún þá ekki dregið skipanina til baka? Er það vegna þess að það kosti ríkið bætur, dóms­mál, pólitískan á­lits­hnekki fyrir Lilju eða af­sögn?“

Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, segir málið mjög al­var­legt.
„Maður hefði haldið að um­ræddur ráð­herra hefði lært sitt­hvað af fyrri ráðningar­málum sínum og því er þetta al­var­legra en ella,“ segir Helga Vala.