Árni H. Kristjáns­son og aðrir velunnarar og vinir Hrafns Jökuls­sonar hafa hafið söfnun fyrir Hrafn sem er al­var­lega veikur af krabba­meini. Árni og Hrafn hafa að sögn Árna þekkst í ára­tugi en hafa síðustu ár átt í nánu sam­starfi vegna vöggu­stofu­málsins en báðir voru þeir vistaðir sem börn á vöggu­stofum í Reykja­víkur­borg.

„Dag­lega hrannast upp reikningar frá LSH vegna með­ferðarinnar sem hann á erfitt með að greiða. Hrafn hefur lengi verið sem heil stofnun góð­gerðar- og þjóð­þrifa­mála og öll verk hefur hann unnið í sjálf­boða­vinnu,“ segir Árni í sam­tali við Frétta­blaðið en hann setti færslu á Face­book-síðu sína í dag um söfnunina.

Myndin er tekin þegar þeir Árni og Hrafn, auk Viðars Eggertssonar, fóru á fund í ráðhúsinu fyrr á árinu vegna vöggustofumálsins.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Vilji fólk styðja við Hrafn bendir Árni á reikning hans og kenni­tölu sem má finna hér að neðan.

„Við getum létt undir með Hrafni með því styrkja hann og þar gerir margt smátt eitt stórt.“

Hrafn Jökuls­son kt. 011165-3709, reiknings­númer 1161-05-400511.

Hrafn hefur sjálfur opnað sig um veikindi sín og sagði um miðjan júlí­mánuð að hann færi „beint í úr­slita­leikinn“ en hann hafði þá ný­lega greinst með krabba­mein í hálsi á fjórða stigi. Hrafn segir á Face­book-síðu sinni að hann sé þakk­látur Árna, og öllum öðrum, stuðninginn.