Að­stand­endur fjöl­skyldu Ameliu Önnu, sem er með ALL hvít­blæði, hafa á­kveðið að standa fyrir söfnun til stuðnings fjöl­skyldunnar en Ameli­a greindist með bráða­eitil­frumu­hvít­blæði, krabba­mein í blóði, í febrúar 2021.

Ameli­a mun þurfa að vera í með­ferð næstu tvö ár og munu for­eldrar hennar þurfa að halda heimili á tveimur stöðum næstu mánuði á meðan því stendur með til­heyrandi kostnaði og ferða­lögum.

„Ganga, skokka eða skríða“ þrjátíu kílómetra

Alfa Jóhanns­dóttir og Sunna Björg Birgis­dóttir standa fyrir söfnuninni en að því er kemur fram í lýsingu við­burðarins „Gengið fyrir Ameliu“ munu þær safna á­heitum fyrir fjöl­skylduna með því að „ganga, skokka eða skríða litla Eyjar­fjarðar­hringinn,“ sem er þó um 30 kíló­metrar að lengd.

„Við vitum það að fram­undan er mikil bar­átta með til­heyrandi erfið­leikum og á­skorunum,“ segir í lýsingu við­burðarins. „Ameli­a er rétt að byrja sína veg­ferð og er allur stuðningur ó­metan­legur í gegnum þetta mikil­væga ferli.“

Hægt að óska eftir lagi eða frumsömdum dans

Allir þeir sem hafa á­huga eru hvattir til að taka þátt í göngunni og safna á­heitum, en ekki er nauð­syn að taka allan hringinn heldur geta þeir einnig tekið hluta úr leiðinni. „100 kr kíló­meterinn. Það má heita á okkur helming leiðarinnar, hluta úr leið eða alla 30 kíló­metrana!“

Þá verður einnig í boði að leggja auka­lega til fyrir ýmsa hluti í göngunni, til að mynda fyrir sungin lög og frum­samda dansa, eða jafn­vel að ganga kíló­metra í hælum eða aftur á bak.

Áætluð brottför er klukkan hálf níu í fyrramálið og endar gangan á heimili Ameliu.

Við­burðinn má nálgast hér. Hægt er að leggja inn á­heit á styrktar­reikning fjöl­skyldunnar (rn. 0123 - 15 – 023016/kt. 301185-2439) og setja „Gengið fyrir Ameliu“ í skýringu.