„Öryggi á ferða­manna­stöðum er eitt mikil­vægasta sam­eigin­lega hags­muna­mál allra þeirra sem koma að ferða­þjónustu á Ís­landi,“ skrifar Bjarn­heiður Halls­dóttir, for­maður Sam­taka ferða­þjónustunnar (SAF), í Face­book hópinn „Bak­land Ferða­þjónustunnar.“ Hún greinir frá því að SAF og Lands­björg ætli að safna tólf milljónum fyrir björgunar­sveitina Vík­verja í Vík.

SAF hefur, í sam­ráði við Lands­björg, hafið söfnun. Til stendur að safna tólf milljónum fyrir björgunar­sveitina Vík­verja í Vík í Mýr­dal. Til stendur að kaupa öflugri björgunar­bát og fjóra fjar­stýrða björgunar­hringi. Bjarn­heiður segir fram­lög upp á tæp­lega sex milljónir hafi borist frá SAF og níu fyrir­tækjum.

„Það er að mati Lands­bjargar að sá björgunar­búnaður geti aukið lífs­líkur þeirra sem lenda í sjónum með styttri við­bragðs­tíma,“ skrifar Bjarn­heiður. Hún segir lífs­líkur þeirra sem fara út með öldu í Reynis­fjöru afar litlar.

Bjarn­heiður segir Reynis­fjöru skera sig al­gjör­lega úr þegar kemur að tíðni slysa „og ekki síst bana­slysa.“ Öryggi ferða­manna í Reynis­fjöru hefur verið á vörum margra eftir bana­slys þar í síðustu viku þegar er­lendur ferða­maður á átt­ræðis­aldri lést eftir að hafa lent í öldu í Reynis­fjöru.

„Af um­ræðunni síðustu daga má ráða að það er hægara sagt en gert að bregðast við og auka öryggi ferða­manna í fjörunni. Fjöl­margir aðilar þurfa að komast að sam­komu­lagi um hvað eigi að gera, hvernig, hve­nær og hver beri að lokum á­byrgð,“ skrifar Bjarn­heiður.

Fimm bana­slys hafa orðið í Reynis­fjöru síðustu fimm­tán ár. „Í þeim fimm bana­slysum sem hafa orðið í Reynis­fjöru síðan árið 2007, hefur dregið mjög af fólki á innan við fimm­tán mínútum. Eins og staðan er í dag, er því afar ó­lík­legt að ein­staklingar bjargist ef aldan læsir klónum í þá,“ skrifar Bjarn­heiður.