Víð­ir Víð­is­son hef­ur nú ver­ið við leit að frænd­a sín­um í Sví­þjóð síð­an á mán­u­dag. Frænd­i hans féll af sæþ­ot­u und­an strönd sænsk­u borg­ar­inn­ar Borg­holm á Öland í Sví­þjóð seinn­i part á laug­ar­dag.

Frænd­i hans, sem er á fimm­tugs­aldr­i, hef­ur ekki enn fund­ist. Að sögn Víð­ir er að­kom­a sænskr­a yf­ir­vald­a tak­mörk­uð eins og er en greint var frá því í sænsk­um fjöl­miðl­um um helg­in­a að það væri búið að leit­a á land­i, sjó og í loft­i.

„Þeir leit­uð­u fyrst­a dag­inn í ein­hverj­a fjór­a tíma og til­kynnt­u svo konu manns­ins að leit­inn­i yrði hætt. Hún auð­vit­að var í gríð­ar­leg­u á­fall­i með og fór dag­inn eft­ir að leit­a sér að­stoð­ar hjá björg­un­ar­sveit­um og öðru slík­u,“ seg­ir Víð­ir og að hún hafi þá fund­ið sam­tök­in Miss­ing pe­op­le sem hafi þá byrj­að að að­stoð­a hana við leit­in­a.

„Þeg­ar ég kem út þá voru þett­a bara sjö til fimm­tán manns að leit­a á svæð­in­u og þett­a er ros­a­leg­a stórt svæð­i. Auð­vit­að er allt­af von­ar­glæt­a að hann sé á lífi og mað­ur horf­ir því á þess­ar að­stæð­ur og er mjög hiss­a,“ seg­ir Víð­ir.

Ekki með neina fagaðila til aðstoðar

Fjöl­skyld­an hef­ur nú haf­ið söfn­un til að geta hald­ið leit­inn­i á­fram en von er á fleir­a fólk­i til Sví­þjóð­ar í dag. Víð­ir seg­ir að pen­ing­ur­inn sem safn­ast fari í að greið­a fyr­ir græj­ur eins og drón­a og þyrl­u sem þarf að nota við leit­in­a og að all­ur af­gang­ur fari inn á reikn­ing konu frænd­a hans.

„Við erum að leit­a á full­u og það eru ein­hverj­ir Ís­lend­ing­ar að bæt­ast í hóp­inn í dag,“ seg­ir Víð­ir sem seg­ir að hann hafi einn­ig feng­ið fjöl­mörg skil­a­boð frá ætli að lána tæki eins og drón­a til að að­stoð­a við leit­in­a og að vin­kon­a konu frænd­a henn­ar hafi greitt fyr­ir þyrl­u­flug sem að Víð­ir fer í dag til að leit­a að frænd­a sín­um.

„En við erum ekki með nein­a fag­að­il­a með okk­ur sem ger­ir þett­a erf­itt og við erum smá týnd í þess­u Við erum búin að gera okk­ur best­a og erum búin að þræð­a strönd­in­a við eyj­un­a og hin­um meg­in á land­i. Við erum að von­ast til þess að hann sé ein­hvers stað­ar bú­inn að reka upp á land. Mað­ur vakn­ar á hverj­um degi með of­boðs­leg­a mikl­a trú og svo er mað­ur jafn von­laus þeg­ar mað­ur fer að sofa á kvöld­in,“ seg­ir Víð­ir.

Hann á von á því að vera í Sví­þjóð við leit fram yfir helg­i og seg­ir að öll hjálp sé vel þeg­in.

„Ég ætla að vera hérn­a að að­stoð­a við að stýr­a þess­u. Er far­in að þekkj­a að­stæð­ur á­gæt­leg­a eft­ir að hafa siglt þett­a fram og til baka,“ seg­ir Víð­ir.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá borg­ar­a­þjón­ust­u ut­an­rík­is­ráð­u­neyt­is­ins er mál­ið á þeirr­a borð­i og starfs­fólk þeirr­a í sam­band­i við fjöl­skyld­u manns­ins.

Hægt er að styrkj­a leit­in­a með því að leggj­a inn hér:

0549-14-401028

kt: 120989-2519

Hér að neð­an er hægt að sjá fleir­i mynd­ir af svæð­in­u sem er ver­ið að leit­a á en á þeim má sjá að um mjög stórt svæð­i er að ræða.

Leitað hefur verið meðfram ströndinni og á sjó.
Mynd/Aðsend
Víðir og vinir frænda hans hafa verið við leit síðan hann týndist um helgina.
Mynd/Aðsend