Um­boðs­maður barna vinnur nú að því að safna frá­sögnum barna af Co­vid í sam­starfi við grunn­skóla. Þetta er í fjórða sinn sem það er gert frá því far­aldurinn hófst.

„Far­aldurinn hefur nú enn og aftur tekið nýja stefnu en börn hafa sýnt ó­trú­lega þraut­seigju á síðustu misserum og í­trekað lagað sig að breyttum að­stæðum,“ segir í til­kynningu á vef Um­boðs­manni barna.

Á­herslan í frá­sögnunum snýr nú sér­stak­lega að sótt­vörnum og tak­mörkunum sem börn hafa þurft að búa við, svo sem sótt­kví og ein­angrun. Einnig sýna­tökur og bólu­setningar.

„Við viljum koma sjónar­miðum barna á fram­færi og í opin­bera um­ræðu og viljum því vita hver er reynsla þeirra af um­ræddum ráð­stöfunum og hverju þau vilja koma á fram­færi til þeirra sem taka þær á­kvarðanir sem að baki liggja,“ segir í til­kynningunni.