Ísak Hilm­ars­son og Grét­a Mar­í­a Birg­is­dótt­ir hófu á dög­un­um form­leg­a að safn­a fæð­ing­ar­sög­um feðr­a fyr­ir bók sem þau hyggj­ast gefa út. Ísak og Grét­a Mar­í­a eru par en koma úr ó­lík­um átt­um. Grét­a Mar­í­a er ljós­móð­ir en Ísak verk­efn­is­stjór­i í hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­i og lærð­i stærð­fræð­i. Þau flutt­u ný­leg­a heim frá Sví­þjóð og sinn­a verk­efn­in­u utan vinn­u. Þau segj­ast hafa nóg að gera eft­ir að þau opn­uð­u fyr­ir inn­send­ing­ar á Fac­e­bo­ok á feðr­a­dag­inn sem hald­inn var há­tíð­leg­ur fyrr í mán­uð­in­um.

„Það sem ger­ir þett­a verk­efn­i svo skemmt­i­legt er hvers­u ó­lík­a sýn við höf­um á þett­a,“ seg­ir Ísak.

Þau segj­a kveikj­un­a að verk­efn­in­u vera þá að þau hafi oft rætt fæð­ing­ar­sög­ur við vini og vand­a­menn og þar komi ef­laust sterkt inn starfs­vett­vang­ur Grét­u Mar­í­u.

„Hug­mynd­in varð tækn­i­leg­a séð til í sum­ar en við höf­um leng­i ver­ið að velt­a þess­u fyr­ir okk­ur. Næst­um því hvar sem við kom­um, um leið og fólk upp­götv­ar að Grét­a er ljós­móð­ir, þá finn­ur fólk þörf­in­a og löng­un­in­a til að ræða sína fæð­ing­u. Hvort sem að það gekk vel eða erf­ið­leg­a,“ seg­ir Ísak.

„Fólk er opið með þett­a, sem er ansi magn­að mið­að við hvers­u per­són­u­legt þett­a er. Það er auð­vit­að ekki sjálf­gef­ið að fólk sé til­bú­ið að ræða þett­a.“

Hann seg­ir að meir­a að segj­a finn­i fólk þörf­in­a því hann er „ljós­mæðr­am­ak­i“ og finn­ist það geta rætt þess­a hlut­i við hann, eins og fólk­i finnst það geta rætt það við Grét­u því hún er ljós­móð­ir.

„Fólk er opið með þett­a, sem er ansi magn­að mið­að við hvers­u per­són­u­legt þett­a er. Það er auð­vit­að ekki sjálf­gef­ið að fólk sé til­bú­ið að ræða þett­a,“ seg­ir Ísak og Grét­a Mar­í­a bæt­ir við: „Þett­a ligg­ur öll­um á hjart­a, því þett­a er svo stór við­burð­ur í lífi fólks. Það er svo gam­an. Það ræða þett­a kannsk­i fleir­i mæð­ur við mig en feð­ur, en þeir leit­a oft­ar til Ísaks. Bæði menn sem eru að verð­a feð­ur og afar.“

Kom á óvart að ekki væri búið að gera þetta fyrr

Þau segj­a að allt frá því að Grét­a út­skrif­að­ist árið 2016 hafi þau regl­u­leg­a hitt fólk sem vilj­i ræða þess­a hlut­i við þau en svo í sum­ar hafi þau hugs­að með sér að það væri gam­an að gera meir­a með það eða leggj­a meir­i fók­us á þett­a.

„Eins og svo marg­ar góð­ar hug­mynd­ir þá byrj­að­i þett­a í grín­i. Ég slengd­i því fram að það væri gam­an að safn­a reynsl­u­sög­um feðr­a og fá þeirr­a sýn. En svo tók Grét­a svo vel í það að það kom ekk­ert ann­að til grein­a en að hrein­leg­a gera það,“ seg­ir Ísak.

Þau segj­a að þau hafi þá haf­ið rann­sókn­ar­vinn­u og áttu allt eins von á því að kom­ast að því að búið væri að gera eitt­hvað þess­u líkt. En eft­ir að hafa kann­að mál­ið var þeim ljóst að svo væri ekki.

„Ég fann tvær sög­ur frá feðr­um sem voru inn á mill­i frá­sagn­a frá mæðr­um. Sem er auð­vit­að frá­bært, en það þýdd­i þá bara að það væri ekki búið að gera þett­a,“ seg­ir Ísak.

Tilgangur verkefnis að auka umræðu

Hann seg­ir að þá hafi ver­ið á­kveð­ið að gang­a til verks. Þau tali um verk­efn­i og ætli sér að gefa bók­in­a út, en að til­gang­ur þess sé þó á­vallt að fá fólk til að ræða sam­an um mál­efn­ið.

„Okkur lang­ar að fólk skrif­i sög­urn­ar nið­ur svo við get­um safn­að þeim sam­an og kom­ið á papp­ír. Þann­ig geta fleir­i nálg­ast þett­a, því auð­vit­að sjá þett­a ekki all­ir á Inter­net­in­u og þær varð­veit­ast bet­ur í bók. En bók­in er kannsk­i auk­a­af­urð þess að skap­a um­ræð­u,“ seg­ir Ísak.

„Og gefa þess­um sög­um að­eins meir­a rými,“ bæt­ir Grét­a Mar­í­a við.

Spurð hvern­ig sög­um þau séu að safn­a segj­a þau bæði að þær megi vera fjöl­breytt­ar og þurf­i ekki að eins­korð­ast við fæð­ing­un­a sjálf­a.

„Við höf­um hugs­að þett­a þann­ig að það megi koma saga um með­göng­un­a sjálf­a, því það get­ur ver­ið alls­kon­ar ferl­i og eins hvort að þung­un hafi ver­ið plön­uð eða ekki og allt mög­u­legt í kring­um það. Eins vilj­um við sög­ur um fæð­ing­un­a sjálf­a og jafn­vel sög­ur um það ef við­kom­and­i var leng­i að tengj­ast barn­in­u og fannst þett­a ros­a­leg­a erf­itt, eða ef þeim fannst það frá­bært. Allar þess­ar til­finn­ing­ar og allt ferl­ið er fæð­ing­ar­sag­a í raun,“ seg­ir Grét­a Mar­í­a.

„Það er alveg frá því að fólk byrj­ar að reyn­a, eða jafn­vel kemst að því að það eigi von á barn­i. Það er fæð­ing­ar­sag­a. Fæð­ing­in sjálf get­ur ver­ið lít­ill hlut­i sög­unn­ar, eða sag­an öll. Það má allt,“ seg­ir Ísak.

Grét­a Mar­í­a seg­ir að þau vilj­i fá sem flest­ar sög­ur um ó­lík­a fæð­ing­ar­stað­i og ferð­ir á fæð­ing­ar­stað­i.

„Öll flór­an.“

Á Facebook-síðu verkefnisins er nú hægt að lesa stuttar fæðingarsögur frá feðrum.

Saga þótt faðir hafi ekki verið viðstaddur fæðingu

Þau segj­a að þátt­tak­a feðr­a í fæð­ing­um hafi breyst mjög mik­ið á ó­trú­leg­a stutt­um tíma og því legg­i þau á­hersl­u á að fá fram sög­ur frá bæði nýj­um og göml­um feðr­um.

„Það eru ekki mörg ár síð­an feð­ur feng­u ekki að vera við­stadd­ir, og það er líka hlut­i af sög­unn­i. Þeg­ar við erum að ræða þett­a við vini okk­ar þá fáum við oft að heyr­a að mönn­um finn­ist þeirr­a saga ekk­ert merk­i­leg. En að okk­ar mati eru all­ar sög­urn­ar ein­stakar. Þett­a er magn­að ferl­i. Oftast nær geng­ur þett­a sem bet­ur fer vel, en fyr­ir mér er ekki til „venj­u­leg“ eða „hefð­bund­in“ fæð­ing,“ seg­ir Ísak.

Þann­ig þett­a snýst kannsk­i ekki end­i­leg­a um að vera við­stadd­ur sjálf­a fæð­ing­un­a, held­ur að hafa eign­ast barn og sag­an sem því fylg­ir?

„Já, það eru til dæm­is sjó­menn sem hafa ver­ið úti á sjó þeg­ar barn fæð­ist, en þeir tóku samt sem áður þátt í með­göng­unn­i og voru mætt­ir þeg­ar barn­ið var vik­u­gam­alt. Okkur lang­ar líka að vita hvern­ig upp­lif­un það var,“ seg­ir Ísak og bæt­ir við:

„Þett­a eiga ekk­ert end­i­leg­a að vera „extr­em­e“ sög­ur. Þær sög­ur sem við höf­um feng­ið núna eru flott­ar, en þær eru líka alls­kon­ar.“

Birta aðeins fæðingarár barns og föðurs og fæðingarstað

Þau segj­a að frá því að síð­an opn­að­i hafi þau feng­ið send­ar nokkr­ar sög­ur eða feng­ið skil­a­boð um að menn séu byrj­að­ir á sín­um sög­um og ætli að skil­a þeim inn. Við­brögð­in hafi þann­ig ver­ið góð, en þau séu enn að safn­a.

„Við átt­um alveg eins von á því að þurf­a að gang­a meir­a á eft­ir sög­un­um, en það er fjöl­breyt­i­leik­i í sög­un­um og við von­umst til þess að fá enn meir­i fjöl­breyt­i­leik­a. Það er kannsk­i erf­ið­ar­a að fá eldri feð­ur til að skrá­setj­a sín­ar sög­ur en við erum líka alveg til­bú­in að hitt­a fólk og ræða mál­in yfir kaff­i­boll­a. Þá mynd­um við skrif­a hana nið­ur fyr­ir þá sem það vilj­a,“ seg­ir Ísak.

Þau segj­a að þau ætli til að byrj­a með að sjá hvern­ig sög­urn­ar skil­a sér til þeirr­a og reyn­a að fá inn sem fjöl­breytt­ast­ar sög­ur.

„En við vilj­um að það komi fram að sög­urn­ar verð­a nafn­laus­ar í bók­inn­i. Við hverj­a sögu verð­ur að­eins fæð­ing­ar­ár föð­ur og barns eða barn­ann­a og svo fæð­ing­ar­stað­ur,“ seg­ir Ísak og Grét­a Mar­í­a bæt­ir við:

„Það get­ur þá ver­ið Land­spít­al­inn, Vaðl­a­heið­i, heim­a­hús í Vest­ur­bæn­um eða jafn­vel bara Ís­land eða Dan­mörk eða hvað sem er.“

Með því að birt­a þess­ar grunn­upp­lýs­ing­ar með geti fólk feng­ið til­finn­ing­u fyr­ir að­stæð­um fæð­ing­ar­inn­ar.

„Það er skemmt­i­legr­i dýn­am­ík ef þær eru á alls­kon­ar stöð­um og frá alls­kon­ar fólk­i,“ seg­ir Grét­a Mar­í­a.

Skiptir ekki máli hvernig týpan er - það vilja flestir ræða þetta

Þau segj­ast spennt fyr­ir fram­hald­in­u og telj­a að þótt svo að það mynd­u ekki koma hundr­uð saga þá sé það strax búið að skil­a ein­hverj­u með auk­inn­i um­ræð­u.

„Við ætl­um að gera þett­a eins vel og við get­um og vilj­um að bók­in verð­i vönd­uð og eig­u­leg. Von­and­i mun hún geta nýst fólk­i sem á von á barn­i og þeim sem eiga barn eða börn fyr­ir. Það hafa ó­trú­leg­a marg­ir á­hug­a á að ræða þett­a, það skipt­ir ekk­ert máli hvern­ig týpa fólk er,“ seg­ir Ísak að lok­um.

Hægt er að send­a inn fæð­ing­ar­sög­ur bæði á Fac­e­bo­ok-síð­unn­i og á net­fang­ið fa­ed­ing­ar­sog­ur­fedr­a@gma­il.com. Á Fac­e­bo­ok-síðu Ísaks og Grét­u Mar­í­u kem­ur fram að þau vilj­i fá fjöl­breytt­ar sög­ur með ó­líkr­i upp­lif­un og til­finn­ing­um.

„Við vilj­um sög­ur frá ung­um feðr­um, eldri feðr­um, keis­ar­a­skurð­um, heim­a­fæð­ing­um, fæð­ing­um á sjúkr­a­hús­i, fæð­ing­um í sjúkr­a­bíl, fæð­ing­um á fæð­ing­ar­heim­il­i, fæð­ing­um er­lend­is og fæð­ing­um í ís­lensk­um sveit­um eins og þær gerð­ust hér áður fyrr. Við vilj­um heyr­a þær all­ar.“

Þá er eins og kom hér fram að fram­an hægt að biðj­a þau að koma í heim­sókn og þau skrá­setj­a sög­un­a fyr­ir þig.

Hér að neð­an er teng­ill á Fac­e­bo­ok-síð­un­a þar sem hægt er fá frek­ar­i upp­lýs­ing­ar um verk­efn­ið. Þar er einn­ig hægt að lesa dæmi um sög­ur sem þau hafa feng­ið send­ar og fylgj­ast með fram­gang­i verk­efn­is­ins.