Innlent

SAF svarar Þór­arni: Ó­þolandi að sitja undir slíkum að­dróttunum

For­maður Sam­taka ferða­þjónustunnar, Bjarn­heiður Halls­dóttir, segir það ó­þolandi fyrir bæði veitinga­rekstur og ferða­þjónustu að þau þurfi að sitja undir að­dróttunum um að ferða­þjónustu­aðilar okri á ferða­mönnum og segir fram­kvæmda­stjóra IKEA hafa sleppt ýmsu við reikninga sína.

„Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn. Í augum Þórarins er kjötsúpa alltaf það sama og kjötsúpa. Þá hlýtur sófi alltaf að vera það sama og sófi, ekki satt?,“ segir Bjarnheiður í grein sinni.

Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Bjarnheiður Hallsdóttir, segir það óþolandi fyrir bæði veitingarekstur og ferðaþjónustu að þau þurfi að sitja undir aðdróttunum Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, um okur ferðaþjónustuaðila. Hún segir hann hafa sleppt ýmsu við reikninga sína, eins og sterku gengi íslensku krónunnar. 

Bjarnheiður svaraði Þórarni í grein sem birt var á vef Fréttablaðsins fyrr í dag. 

Í erindi sínu í gær hvatti Þórarinn ferðaþjónustubændur til að snar lækka verð á seldum mat. Okrið hafi gert það að verkum að ferðamenn sofi nú í bílunum og eldi sjálfir matinn. Lausnin fyrir ferðaþjónustuna felist í hraustlegum verðlækkunum og meiri sölu.

Sjá einnig: Þórarni nóg boðið: „Ég skammast mín fyrir Íslands hönd“

Í grein sinni segir Bjarnheiður að verslanir IKEA séu hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum sínum inni eins lengi og hægt er. Þar séu stóreldhús og sjálfsafgreiðsla sem geri þeim kleift að selja sínar vörur og matvæli á lágu verði.

„Verslanir IKEA eru hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum eins lengi inni í versluninni og hægt er.  Hluti af þeirri stefnu er rekstur veitingastaðar, þar sem einfaldar máltíðir úr stóreldhúsi eru seldar á frekar lágu verði.  Í gegnum tíðina hafa sænskar kjötbollur verið vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Ekki þarf að taka það fram að í teríunni er sjálfsafgreiðsla og reiknað með að gestir gangi líka frá eftir sig að máltíð lokinni. Hvort terían er rekin sem sjálfstæð eining með arðsemiskröfu eða sem stuðningsþjónusta við húsgagnasöluna veit ég reyndar ekki,“ segir Bjarnheiður.  

Hún gagnrýnir síðan tillögur Þórarins um að lækka verð og treysta þannig á aukin umsvif. Hún segir það „óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir svona aðdróttunum.“

Setur alla undir sama hatt

Hún segir hann setja alla veitingastaði undir sama hatt óháð því hvar þeir eru staðsettir, óháð því hvað þau bjóða upp á, hvaða hráefni þau nota og hvernig húsnæðið er og hvaða upplifun eða þjónusta er í boði. Þannig beri hann saman „epli og appelsínur kinnroðalaust“.

Hún dregur síðan í efa að okur á veitingastöðum sé eina ástæða þess að ferðamenn hafi í auknum mæli kosið að elda sjálfir sinn mat og þannig hætt að borða inni á veitingastöðum. Hún segir Þórarinn hafa sleppt því að taka með í reikninginn augljósa ástæðu þess, sem er að gengi krónunnar hafi verið óvenju sterkt undanfarin ár.

„Á sama tíma hefur það verið innflytjendum vöru á borð við húsgögn mjög hagstætt. Ekki ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn.  Í augum Þórarins er kjötsúpa alltaf það sama og kjötsúpa. Þá hlýtur sófi alltaf að vera það sama og sófi, ekki satt?,“ segir Bjarnheiður að lokum.

Grein Bjarnheiðar er aðgengileg í heild sinni hér. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​Lokanir á Lyng­dals­heiði, Hellis­heiði og Þrengslum

Innlent

Leggja fram þriðja orku­pakkann „á ís­lenskum for­sendum“

Kjaramál

„Óbilgirnin er svakaleg“

Auglýsing

Nýjast

Starfsfólk Porsche fékk 1,3 milljónir í bónus

Élja­bakki og hvassvirði nálgast suð­vestur­hornið

Clio „Besti framleiðslubíllinn“ í Genf

​„Við lifum af einn dag“

Laun forstjórans hærri en samanlögð velta fjölmiðlanna

Volvo vanmat eftirspurn eftir tengiltvinnbílum

Auglýsing