Sæ­var Helgi Braga­son, rit­höfundur, dag­skrár­gerðar­maður og stjörnu­fræði­kennari, hvetur lands­menn til að horfa til himins. Margir hafa ef­laust tekið eftir því hversu fal­legur morgun- og kvöld­himininn er þessa dagana.

Sæ­var Helgi birti á­huga­verða færslu á Face­book-síðu sinni í morgun þar sem hann út­skýrir þessa lita­dýrð sem sést hefur undan­farna daga.

„Morgun- og kvöld­himinninn er sér­stak­lega lit­ríkur og glæsi­legur þessa dagana, væntan­lega þökk sé við­bótar­vatns­gufu í heið­hvolfinu frá Hunga Tonga sprengi­gosinu í fyrra. Vatns­gufan hjálpar glit­skýjum í heið­hvolfinu að verða til. Yfir há­veturinn ríkir þar meira en 70 stiga frost sem kristallar vatns­gufuna. Þegar sólar­ljósið ferðast í gegnum kristallanna tvístrast það í liti sína og ljósa­dýrðin verður til,“ segir hann. Sæ­var segir að skýin séu þó líka merki um á­kveðna vá.

„Þau eru orðin tíðari því heið­hvolfið er að kólna vegna hlýnunar veðra­hvolfsins af völdum aukinna gróður­húsa­á­hrifa, svo minni varmi berst upp á við. Auk þess leggja skýin sitt af mörkum til eyðingu ósons. Þarna uppi eru nefni­lega enn óson­eyðandi efnin sem við notuðum ára­tugum saman í kæli­skápana okkar og úða­brúsa.“