Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti í dag að tímabundinni lokun kráa og skemmtistaða í Reykjavík myndi ljúka eftir helgi en á sama tíma yrði gerð krafa um sætiskyldu á vínveitingastöðum.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðs Íslands í tilkynningu sem barst rétt í þessu. Tekur þessi reglugerð gildi eftir helgi og gildir í þrjár vikur.

Samkvæmt tillögu sóttvarnarlæknis sem Svandís samþykkti skulu allir vínveitingastaðir vera með sæti fyrir alla gestin sína og tryggja að gestirnir séu að jafnaði í sætum eins og almennt tíðkast á veitinga- og kaffihúsum.

Frá sama tíma er aflétt tímabundninni lokun kráa og skemmtistaða á höfuðborgasvæðinu.

Í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis verða aðrar samkomutakmarknir framlengdar óbreyttar í þrjár vikur til og með 18. október næstkomandi.