Franska tíma­ritið Charli­e Hebdo sætir nú mikilli gagn­rýni vegna skop­myndar sem birt var á for­síðu tíma­ritsins í vikunni. Myndin sneri að við­tali Opruh við Meg­han Mark­le en fyrir­sögnin sem birtist á for­síðunni sagði; „Af hverju Meg­han yfir­gaf Bucking­ham.“

Á myndinni má sjá tvo ein­stak­linga sem eiga að vera Elísa­bet Breta­drottning og Meg­han en drottningin er þar með hné sitt á hálsi Mark­le, þar sem greini­lega er vísað til máls Geor­ge Floyd sem lést eftir að lög­reglu­maður kraup á hálsi hans í tæpar átta mínútur í fyrra.

Hneyksluð yfir myndinni

Við­talið við Meg­han vakti mikla at­hygli þegar það var sýnt síðast­liðinn sunnu­dag en í við­talinu lýsti Meg­han meðal annars ras­isma innan konungs­fjöl­skyldunnar. Lík­lega hafa Charli­e Hebdo því á­kveðið að vísa til Floyd, sem sjálfur var svartur.

Fjöl­margir hafa tjáð sig um málið á sam­fé­lags­miðlum, til að mynda aktív­istinn og doktorinn Hali­ma Begum, sem sagði að mynd­birtingin gerði lítið úr báðum málum og væri ekki til þess að berjast gegn ras­isma. Þá hafa aðrir sakað tímaritið um rasisma og farið fram á það að tímaritið dragi myndbirtinguna til baka.

Þetta er ekki i fyrsta sinn sem Charli­e Hebdo sætir gagn­rýni vegna mynd­birtingar en sau­tján manns létust í hryðju­verka­á­rásum árið 2015 eftir að tíma­ritið birti skop­myndir af spá­manninum Múhameð.