Vest­manna­eyja­strengur 3 varð fyrir bilun á mánudag og var bilunin greind í dag. Ekki liggur fyrir hversu langan tíma við­gerðin mun taka. Vestmannaeyjastrengur númer 1 mun sjá Vest­manna­eyjum fyrir raf­magni, til að sam­fé­lagið gangi sem skyldi á meðan við­gerð stendur.

Bilana­greining á Vest­manna­eyja­streng 3 leiddi í ljós að bilunin er ekki á landi, heldur í sjó um einum kíló­metra frá Land­eyja­sandi. Í til­kynningu frá Lands­neti segi að fram undan er um­fangs­mikil, flókin og tíma­frek við­gerð.

Við­bragðs­á­ætlun hefur verið virkjuð og undir­búningur fyrir við­gerð er hafinn. Ekki er vitað hvað olli biluninni, en sér­hæft við­gerða­skip á­samt sér­fræðingum hefur verið kallað til landsins.

Á meðan strengurinn er í við­gerð mun Vest­manna­eyja­strengur 1, á­samt vara­afli, sjá Vest­manna­eyjum fyrir raf­magni. Til öryggis mun Lands­net flytja auka vara­afls­vélar til Vest­manna­eyja til að tryggja að til staðar sé aukið raf­magn ef eitt­hvað skyldi koma upp á.

Strengurinn var lagður árið 2013, fram­leiddur í verk­smiðju ABB í Sví­þjóð og prófaður sam­kvæmt stífustu kröfum að fram­leiðslu lokinni í verk­smiðju, meðal annars með há­spennu­prófi.