„Við í VG leggjumst gegn lagningu sæstrengs til orkusölu utan landsteinanna. Fyrirséð er að lagning sæstrengs til Evrópu myndi setja mikinn þrýsting á nýjar virkjanir og nýjar háspennulínur og þar með á íslenska náttúru,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og varaformaður VG.

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins tekur hins vegar annan pól í hæðina: „Útflutningur raforku um sæstreng gæti falið í sér tækifæri til verðmætasköpunar og betri nýtingar á orkuauðlindum Íslands,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú fara fram milli VG, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur komið fram að loftslagsmálin taka mikið rými, en ljóst er að afstaða flokkanna þriggja er ólík í sæstrengsmálum. Þannig hafa Framsóknarflokkur og VG hafnað lagningu sæstrengs og telja að nýta eigi græna orku hér innanlands, en Sjálfstæðisflokkurinn er frekar jákvæður.

Ólafur Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseti Íslands og stofnandi þingsins Hringborð Norðurslóða, sagði á sunnudag að Íslendingar ættu að skoða þann möguleika að leggja sæstreng og selja rafmagn til Evrópu til að veita þangað hreinni orku.

„Verkefni eins þetta er risavaxið og flókið og geti ekki orðið að veruleika nema sett yrði um það skýrt regluverk, og ítarlegt hagsmunamat á ávinningi Íslands lægi fyrir sem Alþingi þyrfti að taka sérstaklega afstöðu til,“ segir Þórdís. En umhverfisráðherra og samráðherra hennar í ríkisstjórn er á öðru máli:
Fbl_Megin: „Sú orka sem framleidd er hérlendis verði notuð í þágu uppbyggingar samfélagsins; til að mæta fólksfjölgun, matvælaframleiðslu og -öryggi, orkuskiptum og grænni atvinnustarfsemi innanlands“, segir Guðmundur Ingi.