Tobias Malvå, þekktur sænskur nýnasisti var ákærður fyrir hatursglæpi eftir að hann birti ótalmargar færslur á samfélagsmiðlum þar sem hann hyllir Adolf Hitler. Saksóknarinn Linda Rasmussen segist eiga 34 skjáskot af færslum Malvå þar sem hann níðist á hinsegin fólki, gyðingum og svörtu fólki. VK, eða VKontakte, er rússnenskur samfélagsmiðill sem er svipaður og Facebook.

VK er líkt við Facebook en síðan er vinsæl meðal nýnasistahópa

Malvå missti einnig forræði yfir börnum sínum sem búa nú hjá móðir sinni. Dóttir Malvå hefur áður tjáð sig opinberlega og sagst vera hrædd við að búa hjá föður sínum.

Malvå komst oft í kast við lögin þegar hann var ungur og hefur áður verið dæmdur og setið í fangelsi fyrir ofbeldisglæpi. Hann snérist gegn nýnasisma árið 1999 og skráði sig í meðferðarhóp hjá góðgerðasamtökunum Exit, þar sem lögð er áhersla á að hjálpa fólki að koma sér úr nýnasistahópum. En nokkrum árum síðar, árið 2003, skráði Malvå sig í alþjóðlega nýnasistahópinn Soldiers of Odin.

Samfélagsmiðillinn VK er vinsæll meðal nýnasista í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Þar er ekki jafnt strangt eftirlit og hafa því margir haturshópar flust þangað frá Facebook.

Soldiers of Odin er alþjóðlegur hópur nýnasista.
Getty images