Svíinn Michael Skråmo er talinn hafa látist fyrir utan síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki í Baghuz í Sýrlandi. Hann er sagður hafa verið handtekinn af hersveitum Kúrda í síðustu viku.

Skråmo er bæði sænskur og norskur ríkisborgari, en er fæddur og uppalinn í Gautaborg í Svíþjóð. Hann stakk af til Sýrlands til að leggja hryðjuverkasamtökunum lið. Hefur hann einkum sérhæft sig í markaðssetningu samtakanna og að safna þannig liði vígamanna.

Móðir Skråmo greinir frá því í samtali við SVT að sonur sinn sé látin. Fregnir af því að hann hafði verið handsamaður í austurhluta Sýrlands bárust sænska ríkissjónvarpinu í upphafi mánaðarins, en það er enn óstaðfest.

Skråmo er sagður eiga sjö börn undir tíu ára aldri og ef Skråmo er látinn, eru munaðarlaus í innan áhrifasvæðis hryðjuverkasamtakanna. Nokkrum dögum fyrir andlát Skråmo mun móðir hans hafa reynt að fá börnin send heim til Svíþjóðar. Óvíst er hvað verður um börnin að svo stöddu.