Svíþjóð

Sænskur ISIS-liði talinn af

Svíinn Micheal Skråmo er talinn hafa látist í átökum við Kúrda í Sýrlandi. Skråmo hafði gengið til lið við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki.

Skråmo var áberandi í áróðursefni ISIS.

Svíinn Michael Skråmo er talinn hafa látist fyrir utan síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki í Baghuz í Sýrlandi. Hann er sagður hafa verið handtekinn af hersveitum Kúrda í síðustu viku.

Skråmo er bæði sænskur og norskur ríkisborgari, en er fæddur og uppalinn í Gautaborg í Svíþjóð. Hann stakk af til Sýrlands til að leggja hryðjuverkasamtökunum lið. Hefur hann einkum sérhæft sig í markaðssetningu samtakanna og að safna þannig liði vígamanna.

Skråmo með einu barni sínu.

Móðir Skråmo greinir frá því í samtali við SVT að sonur sinn sé látin. Fregnir af því að hann hafði verið handsamaður í austurhluta Sýrlands bárust sænska ríkissjónvarpinu í upphafi mánaðarins, en það er enn óstaðfest.

Skråmo er sagður eiga sjö börn undir tíu ára aldri og ef Skråmo er látinn, eru munaðarlaus í innan áhrifasvæðis hryðjuverkasamtakanna. Nokkrum dögum fyrir andlát Skråmo mun móðir hans hafa reynt að fá börnin send heim til Svíþjóðar. Óvíst er hvað verður um börnin að svo stöddu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Svíþjóð

Greta Thun­berg til­nefnd til friðar­verð­launa Nóbels

Svíþjóð

Sprenging í strætó í Stokk­hólmi

Svíþjóð

Dæmdur fyrir að stela krúnu­djásnunum

Auglýsing

Nýjast

Tveir inn­lyksa á Hrafns­eyrar­heiði vegna snjó­flóða

Drengirnir í Grindavík fundnir

Rann­saka fram­leiðslu­ferli Boeing 737 MAX vélanna

Þór­hildur Sunna: Tæta í sig MDE til „verndar hégóma Sig­ríðar“

Á­rásar­maðurinn í Utrecht hand­tekinn

My­space glataði öllum gögnum frá því fyrir 2016

Auglýsing