Tveir sænskir bræður voru í dag á­kærðir fyrir grófar njósnir gegn Sví­þjóð, fyrir hönd Rúss­lands. Annar hafði verið hátt­settur yfir­maður innar sænskrar stjórn­sýslu og starfaði hann áður hjá sænsku leyni­þjónustunni.

Sænska ríkis­sjón­varpið greinir frá því að njósnir bræðranna hafi staðið yfir á tíma­bilinu 28. septem­ber 2011 til 20. septem­ber árið 2021. Annar mannanna er þá einnig á­kærður fyrir ranga með­höndlun á leyni­legum gögnum.

Sak­sóknari í máli bræðranna segir rann­sókn málsins hafa verið flókna en að frum­rann­sókn hafi leitt til hand­töku, gæslu­varð­halds og nú á­kæru á hendur tveggja sænskra ríkis­borgara.

Bræðurnir hafa setið í gæslu­varð­haldi í rúmt ár. Þeir fæddust í Íran en ólust upp í Sví­þjóð og eru með ríkis­borgara­rétt þar. Sam­kvæmt á­kærunni eru mennirnir sakaðir um að hafa verið rúss­nesku leyni­þjónustunni til að­stoðar við að afla, fram­senda og birta upp­lýsingar í ó­leyfi.

Upp­lýsingarnar sem bræðurnir sendu eru taldar hafa getað skaðað öryggi Sví­þjóðar.

Bræðurnir, sem eru á fer­tugs- og fimm­tugs­aldri neita sök í málinu. „Því er al­farið hafnað að eitt­hvað rangt eða sak­næmt hafi gerst, hann hefur stöðugt reynt eftir bestu getu að leysa erfið verk­efni á sem bestan hátt,“ sagði verjandi eldri bróðurins.