Sænsk kona, sem fluttist bú­ferlum til Sýr­lands árið 2013 á­samt eigin­manni og fimm börnum sínum, hefur verið hand­tekin grunuðum stríðs­glæpi og brot á al­þjóða­lögum.

Konan fluttist til Sýr­lands árið 2013 og bjó á yfir­ráða­svæði hryðju­verka­sam­takanna ISIS. Hún fluttist aftur til Sví­þjóðar í fyrra en tvö börn hennar létust í Sýr­landi. Við komuna til Sví­þjóðar voru eftir­lifandi börn hennar tekin frá henni.

Konan, sem er 49 ára gömul, var hand­tekin í dag og er í gæslu­varð­haldi. Hún er sökuð um að hafa átt þátt í því að barn undir 15 ára aldri barðist fyrir ISIS. Sam­kvæmt Reena Devgun sak­sóknara áttu brotin sér stað í Sýr­landi frá októ­ber 2013 fram í maí 2016. Konan hafnar því að hún sé öfga­maður og segist ekki hafa stutt ISIS.

Aldrei á­kært fyrir sam­bæri­leg brot

Devgun segir í sam­tali við sænska ríkis­út­varpið SVT þetta í fyrsta sinn sem talið er að sænskt barn berjist í vopnuðum á­tökum. Aldrei hefur mál barna­her­manns komið fyrir sænska dóm­stóla.

Konan ólst upp í vestur­hluta Sví­þjóðar og var fyrst hand­tekin í desember í fyrra vegna gruns um að hún hafi neitt 12 ára gamla dóttur sína til að giftast árið 2018. Hún var í varð­haldi í fjóra daga og síðan sleppt. Hún hefur því leikið lausum hala, þangað til í dag.

Lög­maður konunnar, Mikael Wester­lund, segir á­sakanirnar ekki eiga við rök að styðjast. Konan neitar sök og segir eigin­mann sinn fengið sig til Sýr­lands með blekkingum. Hún kemur fyrir dómara 7. októ­ber og verður í gæslu­varð­haldi fram á því.