Sælu­dögum í Vatna­skógi hefur verið af­lýst annað árið í röð vegna CO­VID-19. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Sælu­dagar eru fjöl­skyldu­há­tíð í anda sumar­búða KFUM og KFUK sem haldin hefur verið í Vatna­skógi sam­fellt frá 1992. Í ljósi nýjustu sam­komu­tak­marka stjórn­valda er það mat stjórnar Skógar­manna KFUM að ekki sé lengur for­svaran­legt að halda fyrir­hugaða fjöl­skyldu­há­tíð.

Upp­bygging og starf­semi Vatna­skógar byggist að miklu leyti á fram­lögum sjálf­boða­liða í verk­efnum líkt og Sælu­dögum. Segjast Skógar­menn vera þakk­látir þeim fjöl­mörgu aðilum sem hafa undan­farna daga staðið í ströngu við undir­búning há­tíðarinnar sem og þeim sem höfðu tryggt sér þá að­göngu­miða á há­tíðina.

Skógar­menn munu að sjálf­sögðu að fullu endur­greiða að­göngu- og gisti­kostnað sem þátt­tak­endur hafa greitt, að því er segir í til­kynningunni, en eru einnig þakk­lát þeim sem myndu vilja styðja við starf­semina.