Saksóknarar í máli manns sem sakaður er um að hafa spilað stórt hlutverk í innrásinni í þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum fara fram á að maðurinn verði dæmdur í allt að 15 ára fangelsi.

Þetta kemur fram á fréttavef AP news en ef maðurinn, sem heitir Guy Wesley Reffitt, verður sakfelldur yrði það lengsti fangelsisdómur sem nokkur hefur hlotið vegna árásarinnar.

Lengsti dómur sem fallið hefur í máli tengdu árásinni er 5 ár en það var Robert Palmer sem hlaut þann dóm. Palmer játaði brot sitt en hann var ásakaður um að hafa ráðist á lögreglumann í innrásinni.

Til stendur að dæma manninn þann 1. ágúst næstkomandi

Reffitt var einn þeirra sem tók með sér handjárn úr benslum inn í þinghúsið. Hann er þó ekki maðurinn á þessari mynd.
Mynd/getty

Lögfræðingar Reffitt segjast hissa á því hversu þungan dóm saksóknarar sækjast eftir en þeir sækjast eftir því refsing hans verði í mesta lagi 2 ár í fangelsi.

Jeffrey Nestler, saksóknari í málinu sagði að brot Reffitt væru gríðarlega alvarleg og bæru þess merki að hann hafi haft einbeittan brotavilja „Reffitt ætlaði ekki einungis að koma í veg fyrir að þingið gæti staðfest kosningarnar heldur hafði hann í hyggju að nota skotvopn og handjárn úr benslum til þess að fjarlægja og ræna meðlimum þinghússin“ sagði Nestler þegar hann tjáði sig um ástæður þess að farið væri fram á svo þunga refsingu.

Þá sagði Nestler einnig að Reffitt hefði lýst áætlunum sínum við meðlimi vígasveitarinnar sem hann var partur af „Hann sagðist ætla að draga Nancy Pelosi út úr þinghúsinu á ökklunum og láta höfuð hennar skella á hverju þrepi“ sagði Nestler.

Allt að 840 manns hafa verið ákærð fyrir glæpi sína í tengslum við árásina á þinghúsið og hafa 330 af þeim núþegar játað sekt sína. Meira en 100 réttarhöld eru eftir í málum tengdum árásinni.