Flug­vél Icelandair með vara­hluti verður send frá Kefla­vík til Tenerife í dag og mun sama flug­vél ferja 190 far­þega sem hafa verið strandaðir þar frá því í gær.

Sam­kvæmt Ás­dísi Ýr Péturs­dóttur kom upp bilun í raf­kerfi vélarinnar og voru nauð­syn­legir vara­hlutir ekki til­tækir á Tenerife svo senda þurfti vél á­samt flug­virkja frá Ís­landi.

Far­þegarnir hafa dvalið á hóteli í góðu yfir­læti og eru sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins að undir­búa sig fyrir heim­förina sem verður um þrjú­leytið í dag.