Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til að sækja slasaðan göngumann í Botnsúlur, samkvæmt fréttatilkynningu frá Landsbjörg.

Fyrstu hópar eru farnir af stað. Þoka hefur verið á svæðinu í dag en aðstæður að öðru leyti góðar, segir í tilkynningunni.