Unnið er að því að ná slasaðri manneskju úr hlíðum Úlfarsfells, samkvæmt frétt RÚV. Aðgerðir hófust um áttaleytið í kvöld.

Varðstjóri slökkviliðsins segir um minniháttar slys vera að ræða en að staðsetningin geri viðbragðsaðilum erfitt fyrir. Manneskjan er staðsett í vesturhlíð Úlfarsfells.

Björgunarsveitir og þyrla hafa verið kölluð til og vinna nú að því að koma manneskjunni niður.

Frétt uppfærð 23:40

Kona var slösuð á fæti í hlíðum Úlfarsfells en hún var flutt með þyrlu og er nú komin á spítala.