Sabine Leskopf, fyrsti sitjandi borgar­full­trúi Sam­fylkingarinnar af er­lendum upp­runa, býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík.

„Það hefur verið mér mikill heiður og hvatning að vera fyrsti sitjandi borgar­full­trúi Sam­fylkingarinnar af er­lendum upp­runa. Ég hef í hátt í tuttugu ár starfað í gras­rótar­hreyfingu inn­flytj­enda á Ís­landi, sem er mjög gott vega­nesti í stjórn­mála­starfið. Það er líka kjarni jafnaðar­menns­kunnar og snýst um að allir fái tæki­færi til að taka þátt í að skapa gott borgar­sam­fé­lag. 17% Reyk­víkinga eru af er­lendum upp­runa og bæði eiga og geta notið sín til fulls og tekið til máls. Ég vil því leggja á­herslu að vera borgar­full­trúi með fjöl­menningar­legan bak­grunn, sem tekur virkan þátt í um­ræðunni um lofts­lags­breytingar og borgar­skipu­lag, jafn­rétti í víðari skilningi og sam­fé­lag án of­beldis, hverfis­mál, menntun og vel­ferð. Ég býð mig fram í 3. til 4. sæti í komandi flokksvali Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík,“ segir Sabine í til­kynningu.

Þar kemur fram að hún hefur verið vara­borgar­full­trúi frá árinu 2014 og borgar­full­trúi frá 2018. Á þessu kjör­tíma­bili hefur hún farið með for­mennsku í fjöl­menningar­ráði sem og í inn­kaupa- og fram­kvæmda­ráði. Hún er vara­for­seti borgar­stjórnar og situr líka í um­hverfis- og heil­brigðis­ráði, í­búa­ráði Laugar­dals og stjórn Faxa­flóa­hafna.

Sabine er fædd og upp­alin í Þýska­landi og er gift Gauta Krist­manns­syni, prófessor við HÍ, saman eiga þau þrjú börn.

Sabine er með við­tæka há­skóla­menntun í tungu­málum og kennslu og hefur lengst af starfað sem þýðandi og túlkur. Á­huga­málin hennar eru líf­ræn garð­yrkja og að gera upp gömul hús­gögn. Hún er einnig mikill dýra­vinur og hefur meðal annars leitt mikla endur­skoðun á þjónustu borgarinnar við gælu­dýra­eig­endur.

Áður hafa þeir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun og borgarfulltrúarnir Skúli Helgason og Hjálmar Sveinsson boðið sig fram í þriðja sætið.