Sam­tök at­vinnu­lífsins (SA) hafa gert samning við Guð­mund Frey Jóhanns­son lækni um að hann veiti aðildar­fyrir­tækjum SA ráð­gjöf, í tengslum við smit­varnir á vinnu­stöðum, sem SA greiða fyrir.

Um er að ræða við­bragð SA við því sem fram kom á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna á sunnu­dag, um að nokkuð væri um að heilsu­gæslunni bærust fyrir­spurnir frá fyrir­tækjum um hvernig mætti haga starf­semi til þess að koma í veg fyrir smit. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu á vef SA.

„Þetta er gert með það fyrir augum að létta á­lagi af heilsu­gæslunni og að­stoða fyrir­tæki við smit­varnir,“ segir í til­kynningunni.

Ráð­gjöfin kemur til með að standa yfir á meðan sótt­varna­ráð­stafanir yfir­valda eru í gildi. Guð­mundur mun veita al­mennar ráð­leggingar um smit­varnir á vinnu­stöðum og tekur við spurningum á fjar­fundi með aðildar­fyrir­tækjum SA þann 14. apríl kl. 13. Aðildarfyrirtæki SA geta einnig sent fyrirspurn á Guðmund eða óskað eftir símtali frá honum með að senda tölvupóst á [email protected]