Sam­tök at­vinnu­lífsins (SA) munu í dag eða á morgun leggja fram kæru til Fé­lags­dóms vegna fyrir­hugaðra verk­falls­að­gerða Eflingar sem sam­þykktar voru um helgina. Á­kvörðunin hafi verið tekin um helgina eftir að niður­staða at­kvæða­greiðslunnar lá fyrir að sögn Hall­dórs Benja­míns Þor­bergs­sonar, fram­kvæmda­stjóra SA. 

„Þetta varðar hluta af þeim að­gerðum sem boðaðar eru,“ segir Hall­dór Benja­mín í sam­tali við Frétta­blaðið. „Við getum sagt að Efling sé að reyna á þan­þol vinnu­lög­gjafarinnar til hins ýtrasta.“ 

Í at­kvæða­greiðslunni sem fram fór um helgina var kosið um verk­fall frá vinnu en einnig svo­kölluð ör­verk­föll eða vinnutruflanir sem fela í sér að verk­­falls­hóparnir tak­­marka vinnu sína að hluta til þrátt fyrir að mæta til vinnu. 

Halldór telur að eðlilegt sé að leita leið­sagnar Fé­lags­dóms í þeim efnum. Að öllu ó­breyttu hefjast verk­falls­að­gerðirnar sem sam­þykktar voru um helgina hinn 18. mars næst­komandi. Fyrsta verk­fallið innan Eflingar hófst á föstu­dag og stóð það yfir í fjór­tán tíma. 

Hall­dór segir að SA muni á­fram skjóta öllum þeim at­riðum sem þau telji vafa leika á um til Fé­lags­dóms. 

„Það er ein­fald­lega siðaður sam­fé­lags­háttur að vísa túlkunar­at­riðum til dóm­stóla og það munum við ekki hika við að gera.“