Sam­tök at­vinnu­lífsins skora á Eflingu stéttar­fé­lag að stöðva at­kvæða­greiðslu um verk­fall sem á að koma til fram­kvæmda 8. mars. Sam­tökin telja ó­lög­lega staðið að at­kvæða­greiðslunni og hóta að höfða fé­lags­dóms­mál á hendur stéttar­fé­laginu, verði það ekki við kröfunni. 

„Sam­kvæmt lögum um stéttar­fé­lög og vinnu­deilur er heimilt að láta vinnu­stöðvun einungis ná til á­kveðins hóps fé­lags­manna en þá er á­kvörðun tekin með at­kvæðum þeirra sem vinnu­stöðvun er ætlað að taka til. Sam­kvæmt fréttum á­ætlar Efling að verk­fallið nái til 700 fé­lags­manna en fé­lagið hefur hins vegar boðið yfir 8000 fé­lags­mönnum að taka þátt í at­kvæða­greiðslu um verk­fallið,“ segir í til­kynningu frá SA. 

„SA telja það fyrir­komu­lag ó­lög­mætt enda mætti með þeim hætti fá verk­fall sam­þykkt jafn­vel þótt allir þeir sem vinnu­stöðvun er ætlað að taka til greiði at­kvæði gegn verk­falli.“ 

Þá segir að verði Efling ekki við á­skorun Sam­taka at­vinnu­lífsins muni sam­tökin höfða fé­lags­dóms­mál. „Niður­staða dómsins mun liggja fyrir áður en verk­falli er ætlað að koma til fram­kvæmda.“